Lífið

Trjárækt á þakinu

Bílskúrsþök eru víðast hvar vannýttar lendur. Þetta hefur Guðni Sigurðsson verkfræðingur komið auga á og á þaki tvöfalds bílskúrs að Reynimel 56 í Reykjavík hefur hann gert sér uppeldisstöð fyrir skóg. Ræktunin blasir að hluta til við frá Hofsvallagötunni og prýðir sannarlega umhverfið. Þarna eru barrtré af ýmsum sortum í uppvexti sem eigandinn fer síðan með upp í Stafholtstungur í Borgarfirði. Þar á hann hlut í bújörð sem hann er að klæða skógi ásamt fleirum. Sumar trjátegundir kveðst hann rækta upp af fræi, svo sem birki, elri og lerki og einnig tekur hann stiklinga af ösp og víði. "Þetta er eini staðurinn sem ég hef yfir að ráða til uppeldis plantnanna og það er allt í lagi með hann," segir hann um þakið í Vesturbænum og kveðst oft vera þar uppi að sinna gróðrinum, vökva og líta eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×