Algjör matarfíkill 2. september 2004 00:01 María Björk Sverrisdóttir er mikið fyrir góðan mat. "Ég er matarfíkill og matur er helsta nautnin í mínu lífi. Mér finnst rosagaman að fara út að borða og finnst þá gaman að borða öðruvís mat. Mér finnst alveg gaman að elda en ég er oft mjög upptekin svo ég borða mikið úti. Ég elda sjaldan og stundum biðja börnin mín mig að elda fisk eða einhvern hversdagsmat ólíkt öðrum börnum sem kannski fá sjaldnar pitsu eða annan heimsendan mat." María ratar samt alveg um eldhúsið sitt. "Mér finnst mjög gaman að drekka gott rauðvín og elda góðan mat. Ég á nokkrar uppskriftir sem klikka ekki og ég held mig frekar við þær en að prófa eitthvað nýtt. Ég er ekki tilraunakokkur og vil láta þá sem vitið hafa elda það sem þeir gera best, En ég er talin góð í því að elda það sem ég kann. Ég kann að gera frábæran lax með kókosmassa utan um og með appelsínusósu og hvítlauk. Svo hef ég líka þann sið að þegar ég fæ góðan mat hjá vinum mínum fæ ég uppskriftina og elda hana svo. Þannig lærði ég t.d. að gera chili-kjúkling a la Jónas R. og Diddú lét mig fá uppskrift að pasta með engu kjöti en fullt af hvítlauk, ólífum og tómötum en þar er það mysingur sem gerir gæfumuninn." Hver er besti maturinn sem María matgæðingur hefur fengið? "Ég fer stundum til Ísraels og þar fæ ég gæsalifur sem er grilluð en samt eiginlega hrá og hún bráðnar upp í manni og það er, held ég, eitt það besta sem ég hef smakkað." María mun ekki ná að elda næstu daga því Söngskóli Maríu og Siggu er að hefja hauststarfið í nýju húsnæði og það er í morg horn að líta. En hún á vonandi eftir að finna tíma til að borða almennilega. Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
María Björk Sverrisdóttir er mikið fyrir góðan mat. "Ég er matarfíkill og matur er helsta nautnin í mínu lífi. Mér finnst rosagaman að fara út að borða og finnst þá gaman að borða öðruvís mat. Mér finnst alveg gaman að elda en ég er oft mjög upptekin svo ég borða mikið úti. Ég elda sjaldan og stundum biðja börnin mín mig að elda fisk eða einhvern hversdagsmat ólíkt öðrum börnum sem kannski fá sjaldnar pitsu eða annan heimsendan mat." María ratar samt alveg um eldhúsið sitt. "Mér finnst mjög gaman að drekka gott rauðvín og elda góðan mat. Ég á nokkrar uppskriftir sem klikka ekki og ég held mig frekar við þær en að prófa eitthvað nýtt. Ég er ekki tilraunakokkur og vil láta þá sem vitið hafa elda það sem þeir gera best, En ég er talin góð í því að elda það sem ég kann. Ég kann að gera frábæran lax með kókosmassa utan um og með appelsínusósu og hvítlauk. Svo hef ég líka þann sið að þegar ég fæ góðan mat hjá vinum mínum fæ ég uppskriftina og elda hana svo. Þannig lærði ég t.d. að gera chili-kjúkling a la Jónas R. og Diddú lét mig fá uppskrift að pasta með engu kjöti en fullt af hvítlauk, ólífum og tómötum en þar er það mysingur sem gerir gæfumuninn." Hver er besti maturinn sem María matgæðingur hefur fengið? "Ég fer stundum til Ísraels og þar fæ ég gæsalifur sem er grilluð en samt eiginlega hrá og hún bráðnar upp í manni og það er, held ég, eitt það besta sem ég hef smakkað." María mun ekki ná að elda næstu daga því Söngskóli Maríu og Siggu er að hefja hauststarfið í nýju húsnæði og það er í morg horn að líta. En hún á vonandi eftir að finna tíma til að borða almennilega.
Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira