Ungt fólk lifir um efni fram 1. september 2004 00:01 Að ungt fólk á Norðurlöndum lifi um efni fram er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var á norrænni ráðstefnu sem nýlokið er hér á landi. Hún náði til fólks á aldrinum 18-29 ára í Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi, en reyndar bara 32 einstaklinga. Lítill munur var á skuldasöfnuninni milli landa en hins vegar voru íslensku þátttakendurnir opnari að ræða sín fjármál en hinir sem virtust skammast sín meira fyrir stöðu sína. Gróa Másdóttir vann þetta verkefni fyrir Íslands hönd og var ánægð með hópinn sem þátt tók hér á landi. "Það voru ólíkir einstaklingar sem bjuggu við ólíkar aðstæður," segir hún og heldur áfram. "Þeir voru allir með skuldir á bakinu, sumir með neysluskuldir eins og símreikninga, kreditkortahala og tölvulán upp í stærri skuldir eins og húsnæðislán. Sumir voru með skuldir sem einhverjir aðrir höfðu komið þeim í. Flestir höfðu skapað sér þessar aðstæður sjálfir." Gróa telur engar fíkniefnaskuldir hafa verið í spilinu hjá hennar viðmælendum. "Sumir höfðu verið óheppnir með sín fjármál en einstaka hafði fulla stjórn á útgjöldunum og sýndi fram á að það væri hægt að skulda en lifa samt -- án þunglyndis. Til þess að standa í skilum þyrfti samt að spara og neita sér um ýmsa hluti eins og bara kaffihúsaferðir. Þeir sem sagt skáru niður til að mæta auknum útgjöldum," segir hún og tekur undir að slíka einstaklinga þyrfti að virkja til kennslu. "Það hefur sýnt sig að ungt fólk er móttækilegt og jákvætt fyrir fræðslu en það virðist bara vera skortur á leiðbeinendum um þessi mál innan skólakerfisins. Fólkið sem ég talaði við hafði ekki fengið neina tilsögn um þessi efni í grunnskóla. Því fannst bankar og fleiri stofnanir sýna ónóga ábyrgð í kynningum á kortum og ýmsum gylliboðum. Afleiðingarnar væru ekki teknar með í reikninginn og ungt fólk væri óduglegt að spyrja." Fjármál Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Að ungt fólk á Norðurlöndum lifi um efni fram er niðurstaða rannsóknar sem kynnt var á norrænni ráðstefnu sem nýlokið er hér á landi. Hún náði til fólks á aldrinum 18-29 ára í Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi, en reyndar bara 32 einstaklinga. Lítill munur var á skuldasöfnuninni milli landa en hins vegar voru íslensku þátttakendurnir opnari að ræða sín fjármál en hinir sem virtust skammast sín meira fyrir stöðu sína. Gróa Másdóttir vann þetta verkefni fyrir Íslands hönd og var ánægð með hópinn sem þátt tók hér á landi. "Það voru ólíkir einstaklingar sem bjuggu við ólíkar aðstæður," segir hún og heldur áfram. "Þeir voru allir með skuldir á bakinu, sumir með neysluskuldir eins og símreikninga, kreditkortahala og tölvulán upp í stærri skuldir eins og húsnæðislán. Sumir voru með skuldir sem einhverjir aðrir höfðu komið þeim í. Flestir höfðu skapað sér þessar aðstæður sjálfir." Gróa telur engar fíkniefnaskuldir hafa verið í spilinu hjá hennar viðmælendum. "Sumir höfðu verið óheppnir með sín fjármál en einstaka hafði fulla stjórn á útgjöldunum og sýndi fram á að það væri hægt að skulda en lifa samt -- án þunglyndis. Til þess að standa í skilum þyrfti samt að spara og neita sér um ýmsa hluti eins og bara kaffihúsaferðir. Þeir sem sagt skáru niður til að mæta auknum útgjöldum," segir hún og tekur undir að slíka einstaklinga þyrfti að virkja til kennslu. "Það hefur sýnt sig að ungt fólk er móttækilegt og jákvætt fyrir fræðslu en það virðist bara vera skortur á leiðbeinendum um þessi mál innan skólakerfisins. Fólkið sem ég talaði við hafði ekki fengið neina tilsögn um þessi efni í grunnskóla. Því fannst bankar og fleiri stofnanir sýna ónóga ábyrgð í kynningum á kortum og ýmsum gylliboðum. Afleiðingarnar væru ekki teknar með í reikninginn og ungt fólk væri óduglegt að spyrja."
Fjármál Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira