Lífræn ræktun 30. ágúst 2004 00:01 Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn. Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn.
Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira