Vallarhverfi rís hratt í hrauninu 23. ágúst 2004 00:01 Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira