Tímamót hjá Framsókn 20. ágúst 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, stendur nú frammi fyrir enn einni opinberri gagnrýnishrinunni frá eigin flokksmönnum, þeirri fjórðu eða fimmtu á aðeins nokkrum vikum. Slíkt hefur verið algerlega óþekkt í flokknum og í öllum þeim áökum sem þar hafa farið fram milli fylkinga hefur þess verið vandlega gætt að halda formanninum utan við víglínuna. Í dag er formaðurinn í fylkingarbrjósti á vígvellinum og er sjálfur höfðarkitekt átakanna. Einungis örfáum vikum eftir að hann var knúinn til að bakka í fjölmiðlamálinu vegna ólgu í eigin flokki ákveður hann að storka örlögunum enn frekar og setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni þann 15. september. Sú ákvörðun er ekki einasta umdeilanleg í ljósi almenns pólitísks mats á stöðu Framsóknarflokksins heldur gengur hún beinlínis gegn flestum skráðum og óskráðum reglum og starfsvenjum við ráðherraval í flokknum. Í fyrsta lagi er augljóst að þessi ákvörðun brýtur gegn anda lögbundinnar jafnréttisáætlunar flokksins. Raunar virðast bæði formaðurinn og ýmsir lærisveinar hans í þingflokknum ekki vera sammmála þesari jafnréttisáætlun og jafnel ekki skilja hana, því þeir grípa aftur og aftur til þess að segja að fleiri karlar en konur séu í þingflokknum og því sé óeðlilegt að hlutfall kvenna í ráðherrastólum flokksins sé í samræmi við ákvæði áætlunarinnar. Út af fyrir sig er ótrúlegt að hlusta á slík rök, en hitt er þó athyglisverðara, að formaðurinn og fleiri í þingflokknum telja ástæðulaust að virða þessa flokkssamþykkt vegna þess að þeir eru ósammála henni eða þá að hún hentar þeim ekki. Ástæða er til að ætla að þetta eitt og sér fari nokkuð fyrir brjóstið á mörgum flokksmanni, því frjálsleg umgengni við lögmætar leikreglur var einmitt það sem varð til þess að upp úr sauð í fjölmiðlamálinu. Á "hundadagauppreisnarfundinum" í Reykjavíkurkjördæmi suður var það einmitt meint sniðganga við stjórnarskrána sem fyllti mælinn hjá fundarmönnum. Í öðru lagi hefur það jafnan verið ein af hinum óskráðu reglum í Framsóknarflokknum að þeir sem leiða lista komi fyrstir til álita sem ráðherrar. Slíkt er augljóslega ekki uppi á teningnum nú. Í þriðja lagi hafa menn horft til kosningaúrslita og látið þá njóta þess sem komið hafa sterkt út í kosningum. Þannig hefur þótt eðlilegt að taka mark á skilaboðum kjósenda. Það er augljóslega ekki gert nú, enda Siv Friðleifsdóttir með fleiri atkvæði að baki sér en báðir þingmenn/ráðherrar Reykjavíkurkjördæmis norður. Fleiri óskráðar venjur mætti nefna sem ekki virðast gilda í formennskutíð Halldórs Ásgrímssonar. En athyglisvert er þó að Halldór Ásgrímsson, sem fyrir um áratug gerði það að einu sína fyrsta verkefni sem nýr formaður að reyna að búa flokknum þá ímynd að hann væri nútímalegur frjálslyndur þéttbýlisflokkur með því að bjóða til alþjóðlegs þings frjálslyndra flokka á Íslandi, skuli kjósa að senda þau skilaboð inn í tvö af þéttbýlustu kjördæmum landsins, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi, að þau verðskuldi ekki ráðherrastól. Samkvæmt fréttum er bréflegum erindum kjördæmisstjórnar Suðvesturkjördæmis um fund með formanni flokksins til að ræða þessi mál frá því í apríl ekki svarað, hvað þá meira. Það ætti því ekki að þurfa að koma á óvart þótt flokksmenn og kannski ekki síst flokkskonur spyrji um ástæður fyrir ákvörðun Halldórs – því þótt látið sé í veðri vaka að þetta sé ákvörðun þingflokksins mun engum dyljast að það er Halldór Ásgrímsson sem ræður þessari ferð. Yfirlýsingar um að hæfasti einstaklingurinn sé valinn, sem felur þá í sér að Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz séu á einhvern hátt minna hæfar en eftirsitjandi ráðherrar, er í raun á mörkum velsæmis. Að gaspra um hæfni án nokkurrar skilgreiningar á hæfniskröfum eða mælistikum er merkingalaust. Það er einfaldlega verið að lítillækka viðkomandi til að losna við málefnalegan röksuðning fyrir pólitísku vali. En hvað ræður því þá að margreyndur stjórnmálamaður eins og Halldór Ásgrímsson tekur ákvörðun af þessu tagi? Ef til vill má finna vísi að svari í hreinskilinni og nokkuð heitri umræðu á vefsíðum framsóknarmanna þessa dagana. Þar má nú t.d. sjá að almennt hefur fótgönguliðinu í Framsókn verið sagt að Árni Magnússon eigi að taka við flokknum af Halldóri og hann þurfi að fá tækifæri til að sanna sig í ráðherrastóli. Séu þetta hinar raunverulegu ástæður er greinilegt að Árni er pólitískur fyrirburi sem formannsefni. Hann þarf umtalsverða vernd á vöggudeild Halldórs Ásgrímssonar, þar til hann hefur náð stöðu til að lifa af í viðsjárverðum veruleika flokksátakanna. Staða hans mun væntanlega skýrast á flokksþinginu í febrúar, en þá hlýtur hann að bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum og öðlast á eigin forsendum stöðu ríkisarfa. Hins vegar hefur verið djarft teflt í þessu máli og ólgan mikil í flokknum. Ólíklegt er að allt verði fallið í ljúfa löð í febrúar eða að flokksmenn séu endilega sammála Halldóri um að Árni sé rétti framtíðarformaðurinn. Þannig er ljóst að flokksþingið verður sögulegt. Þar munu menn ugglaust velta fyrir sér hvað Halldór Ásgrímsson ætli að sitja lengi á formannsstóli úr því hann telur ástæðu til að framkalla svo löngu fyrir tímann og með svo miklum tilkostnaði fæðingu nýs formannsefnis sem er honum sjálfum að skapi. Verður Halldór t.d. í framboði í næstu kosningum? Raunar er fólk þegar farið að spyrja eins og framsóknarkona gerir á vef LFK í vikunni, en hana langar að vita "hvenær Halldór ætlar að hætta?" Óneitanlega áhugaverð spurning! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, stendur nú frammi fyrir enn einni opinberri gagnrýnishrinunni frá eigin flokksmönnum, þeirri fjórðu eða fimmtu á aðeins nokkrum vikum. Slíkt hefur verið algerlega óþekkt í flokknum og í öllum þeim áökum sem þar hafa farið fram milli fylkinga hefur þess verið vandlega gætt að halda formanninum utan við víglínuna. Í dag er formaðurinn í fylkingarbrjósti á vígvellinum og er sjálfur höfðarkitekt átakanna. Einungis örfáum vikum eftir að hann var knúinn til að bakka í fjölmiðlamálinu vegna ólgu í eigin flokki ákveður hann að storka örlögunum enn frekar og setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni þann 15. september. Sú ákvörðun er ekki einasta umdeilanleg í ljósi almenns pólitísks mats á stöðu Framsóknarflokksins heldur gengur hún beinlínis gegn flestum skráðum og óskráðum reglum og starfsvenjum við ráðherraval í flokknum. Í fyrsta lagi er augljóst að þessi ákvörðun brýtur gegn anda lögbundinnar jafnréttisáætlunar flokksins. Raunar virðast bæði formaðurinn og ýmsir lærisveinar hans í þingflokknum ekki vera sammmála þesari jafnréttisáætlun og jafnel ekki skilja hana, því þeir grípa aftur og aftur til þess að segja að fleiri karlar en konur séu í þingflokknum og því sé óeðlilegt að hlutfall kvenna í ráðherrastólum flokksins sé í samræmi við ákvæði áætlunarinnar. Út af fyrir sig er ótrúlegt að hlusta á slík rök, en hitt er þó athyglisverðara, að formaðurinn og fleiri í þingflokknum telja ástæðulaust að virða þessa flokkssamþykkt vegna þess að þeir eru ósammála henni eða þá að hún hentar þeim ekki. Ástæða er til að ætla að þetta eitt og sér fari nokkuð fyrir brjóstið á mörgum flokksmanni, því frjálsleg umgengni við lögmætar leikreglur var einmitt það sem varð til þess að upp úr sauð í fjölmiðlamálinu. Á "hundadagauppreisnarfundinum" í Reykjavíkurkjördæmi suður var það einmitt meint sniðganga við stjórnarskrána sem fyllti mælinn hjá fundarmönnum. Í öðru lagi hefur það jafnan verið ein af hinum óskráðu reglum í Framsóknarflokknum að þeir sem leiða lista komi fyrstir til álita sem ráðherrar. Slíkt er augljóslega ekki uppi á teningnum nú. Í þriðja lagi hafa menn horft til kosningaúrslita og látið þá njóta þess sem komið hafa sterkt út í kosningum. Þannig hefur þótt eðlilegt að taka mark á skilaboðum kjósenda. Það er augljóslega ekki gert nú, enda Siv Friðleifsdóttir með fleiri atkvæði að baki sér en báðir þingmenn/ráðherrar Reykjavíkurkjördæmis norður. Fleiri óskráðar venjur mætti nefna sem ekki virðast gilda í formennskutíð Halldórs Ásgrímssonar. En athyglisvert er þó að Halldór Ásgrímsson, sem fyrir um áratug gerði það að einu sína fyrsta verkefni sem nýr formaður að reyna að búa flokknum þá ímynd að hann væri nútímalegur frjálslyndur þéttbýlisflokkur með því að bjóða til alþjóðlegs þings frjálslyndra flokka á Íslandi, skuli kjósa að senda þau skilaboð inn í tvö af þéttbýlustu kjördæmum landsins, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi, að þau verðskuldi ekki ráðherrastól. Samkvæmt fréttum er bréflegum erindum kjördæmisstjórnar Suðvesturkjördæmis um fund með formanni flokksins til að ræða þessi mál frá því í apríl ekki svarað, hvað þá meira. Það ætti því ekki að þurfa að koma á óvart þótt flokksmenn og kannski ekki síst flokkskonur spyrji um ástæður fyrir ákvörðun Halldórs – því þótt látið sé í veðri vaka að þetta sé ákvörðun þingflokksins mun engum dyljast að það er Halldór Ásgrímsson sem ræður þessari ferð. Yfirlýsingar um að hæfasti einstaklingurinn sé valinn, sem felur þá í sér að Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz séu á einhvern hátt minna hæfar en eftirsitjandi ráðherrar, er í raun á mörkum velsæmis. Að gaspra um hæfni án nokkurrar skilgreiningar á hæfniskröfum eða mælistikum er merkingalaust. Það er einfaldlega verið að lítillækka viðkomandi til að losna við málefnalegan röksuðning fyrir pólitísku vali. En hvað ræður því þá að margreyndur stjórnmálamaður eins og Halldór Ásgrímsson tekur ákvörðun af þessu tagi? Ef til vill má finna vísi að svari í hreinskilinni og nokkuð heitri umræðu á vefsíðum framsóknarmanna þessa dagana. Þar má nú t.d. sjá að almennt hefur fótgönguliðinu í Framsókn verið sagt að Árni Magnússon eigi að taka við flokknum af Halldóri og hann þurfi að fá tækifæri til að sanna sig í ráðherrastóli. Séu þetta hinar raunverulegu ástæður er greinilegt að Árni er pólitískur fyrirburi sem formannsefni. Hann þarf umtalsverða vernd á vöggudeild Halldórs Ásgrímssonar, þar til hann hefur náð stöðu til að lifa af í viðsjárverðum veruleika flokksátakanna. Staða hans mun væntanlega skýrast á flokksþinginu í febrúar, en þá hlýtur hann að bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum og öðlast á eigin forsendum stöðu ríkisarfa. Hins vegar hefur verið djarft teflt í þessu máli og ólgan mikil í flokknum. Ólíklegt er að allt verði fallið í ljúfa löð í febrúar eða að flokksmenn séu endilega sammála Halldóri um að Árni sé rétti framtíðarformaðurinn. Þannig er ljóst að flokksþingið verður sögulegt. Þar munu menn ugglaust velta fyrir sér hvað Halldór Ásgrímsson ætli að sitja lengi á formannsstóli úr því hann telur ástæðu til að framkalla svo löngu fyrir tímann og með svo miklum tilkostnaði fæðingu nýs formannsefnis sem er honum sjálfum að skapi. Verður Halldór t.d. í framboði í næstu kosningum? Raunar er fólk þegar farið að spyrja eins og framsóknarkona gerir á vef LFK í vikunni, en hana langar að vita "hvenær Halldór ætlar að hætta?" Óneitanlega áhugaverð spurning!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun