Frosin ber þurfa styttri suðu 19. ágúst 2004 00:01 "Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu. Matur Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu.
Matur Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira