Líður vel í Þingholtunum 13. ágúst 2004 00:01 Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Uppáhaldshúsið húsið hans Guðjóns Davíðs Karlssonar leiklistarnema, betur þekktur sem Gói, er húsið sem hann býr í á Bergstaðarstrætinu. "Mér finnst húsið mjög notalegt og þar er bara svo gott að vera, úti er góður garður og alltaf sól. Foreldrar mínir búa í þessu húsi og bý ég í kjallaranum og þangað niður kemur alltaf ljómandi góður ilmur úr eldhúsinu. Ég nota þá tækifærið og fer upp að borða til þeirra og það finnst mér alveg yndislegt. Svo er dásamlegt að sitja úti í garðinum og hlusta á fuglasönginn og ég tala nú ekki um eins og veðrið er búið að vera undanfarna daga," segir hann. Gói segist alltaf hafa búið á svæði 101 og líkað það vel. "Það má eiginlega segja að uppáhaldshúsin mín séu öll hérna í kring. Mér finnst Þingholtin frábær staður sem virkilega gott er á búa á. Maður finnur hvorki fyrir flug- né bílaumferð á svæðinu þó maður sé bæði í nálægð við stórar umferðargötur og Reykjavíkurflugvöll. Hér er líka gróðursælt og hefur maður á tilfinningunni að maður búi í útlöndum innan um öll þessi háu tré. Það er auðvitað draumurinn að eignast hús á þessum slóðum en þangað til ég klára skólann er gott að búa hjá mömmu og pabba," segir hann. Þessa dagana standa yfir sýningar á söngleiknum Hárinu en í henni leikur Gói stórt hlutverk. "Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að, það er þvílík stemming á hverri einustu sýningu. Fólk tekur undir og rýkur á fætur í lokin og fagnar þannig að maður er bara djúpt snortinn. Allir virðast skemmta sér mjög vel og þar með er takmarkinu náð. Nú svo er ég nýbyrjaður aftur í skólanum eftir sumarfrí og erum við að æfa fyrir sýningar á leikritinu Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, sem á að frumsýna í byrjun október, " segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira