Lazy Daisy plattinn leynivopn 12. ágúst 2004 00:01 "Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Þegar ég er með stóran morgunverð þá raða ég beint á plattann hvort tveggja brauðinu og öllu álegginu og þarf því ekkert að nota aðra diska undir það. Plattinn er líka hentugur því það þarf ekkert að vera að bera matinn á milli heldur er plattanum bara snúið og alir fá sér af honum sem við borðið sitja," segir hún alsæl með leynivopnið. Hrefna segist vera glötuð þegar að eldamennskunni kemur en vonast nú til að sá hæfileiki fari að koma. "Ég á bara svo góðan mann sem kann að elda rosalega góðan mat. Það hefur því í rauninni lítið reynt á hvað ég get," segir hún og hlær. "En það eru góð skipti á heimilinu, hann sér um matinn og ég sé um uppvaskið. Þar sem ég er nú komin með tvö börn þá gæti nú verið að eitthvað fari að eflast í þessu hjá mér og móðureðlið fari að segja til sín og kalli á að fara að búa til heimagerða matinn hennar mömmu," segir hún. Hrefna hefur í nógu að snúast í móðurhlutverkinu en hún á tvo stráka sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða. Ásamt því vinnur hún að nýju barnaefni ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. "Við erum að fara að gefa það út barnaefni í október en það er unnið í samstarfi við Húsdýragarðinn og er ætlað fyrir yngstu kynslóðina. Þetta er myndband þar sem dýrin eru kynnt og er öll tónlistin í því endurgerð af gömlum leikskóla- og vísnalögum og allt er þetta sett í barnvænan búning. Eftir að ég átti fyrri strákinn minn sá ég hvað mikið vantaði af uppbyggilegu íslensku barnaefni fyrir þau allra yngstu. Ég vona því að þetta framtak sé kærkomið á markaðinn," segir hún. halldora@frettabladid.is Matur Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Þegar ég er með stóran morgunverð þá raða ég beint á plattann hvort tveggja brauðinu og öllu álegginu og þarf því ekkert að nota aðra diska undir það. Plattinn er líka hentugur því það þarf ekkert að vera að bera matinn á milli heldur er plattanum bara snúið og alir fá sér af honum sem við borðið sitja," segir hún alsæl með leynivopnið. Hrefna segist vera glötuð þegar að eldamennskunni kemur en vonast nú til að sá hæfileiki fari að koma. "Ég á bara svo góðan mann sem kann að elda rosalega góðan mat. Það hefur því í rauninni lítið reynt á hvað ég get," segir hún og hlær. "En það eru góð skipti á heimilinu, hann sér um matinn og ég sé um uppvaskið. Þar sem ég er nú komin með tvö börn þá gæti nú verið að eitthvað fari að eflast í þessu hjá mér og móðureðlið fari að segja til sín og kalli á að fara að búa til heimagerða matinn hennar mömmu," segir hún. Hrefna hefur í nógu að snúast í móðurhlutverkinu en hún á tvo stráka sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða. Ásamt því vinnur hún að nýju barnaefni ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. "Við erum að fara að gefa það út barnaefni í október en það er unnið í samstarfi við Húsdýragarðinn og er ætlað fyrir yngstu kynslóðina. Þetta er myndband þar sem dýrin eru kynnt og er öll tónlistin í því endurgerð af gömlum leikskóla- og vísnalögum og allt er þetta sett í barnvænan búning. Eftir að ég átti fyrri strákinn minn sá ég hvað mikið vantaði af uppbyggilegu íslensku barnaefni fyrir þau allra yngstu. Ég vona því að þetta framtak sé kærkomið á markaðinn," segir hún. halldora@frettabladid.is
Matur Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira