"Viljugir sem og óviljugir" 5. ágúst 2004 00:01 Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore Bíó og sjónvarp Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore
Bíó og sjónvarp Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira