Instant karma 3. ágúst 2004 00:01 Karma þýðir athöfn á sanskrít. Hver athöfn á sér afleiðingu. Vandamál skapast í lífi fólks þegar það hugsar ekki um langtímaafleiðingar athafna sinna. Oft má reikna út langtímaafleiðingar með því að skoða skammtímaafleiðingar. Þegar barn brennir sig á hellu þarf enginn að segja því að snerta ekki helluna aftur. Það þarf ekki að brenna allan líkamann til þess að átta sig á hættunni. Beita má þessari aðferð á mataræði, fjármál, samskipti, atvinnu og svo framvegis. En aðferðin krefst umhugsunar og framsýni. Tökum nokkur dæmi. Hvers vegna fer fólk í skóla? Til þess að eiga betri framtíð. Hvers vegna sparar fólk peninga? Vegna þess að það tekur fjárhagslegt sjálfstæði fram yfir skammtíma skemmtun og skuldir. Hvers vegna hættir fólk að reykja? Vegna ávinninga eða ótta við afleiðingar. Hvers vegna hættir fólk að drekka? Vegna þess að það umturnast við drykkjuna og eyðileggur líf sitt og annarra. Hugsunin þarf að vera skýr og það þarf að beita henni reglulega á öll svið lífsins. Þeir sem ekki hlusta á skammtímaafleiðingar (instant karma) og breyta um hegðun samkvæmt því munu þurfa að horfast í augu við langtímaafleiðingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Þannig er lífið bara. Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Karma þýðir athöfn á sanskrít. Hver athöfn á sér afleiðingu. Vandamál skapast í lífi fólks þegar það hugsar ekki um langtímaafleiðingar athafna sinna. Oft má reikna út langtímaafleiðingar með því að skoða skammtímaafleiðingar. Þegar barn brennir sig á hellu þarf enginn að segja því að snerta ekki helluna aftur. Það þarf ekki að brenna allan líkamann til þess að átta sig á hættunni. Beita má þessari aðferð á mataræði, fjármál, samskipti, atvinnu og svo framvegis. En aðferðin krefst umhugsunar og framsýni. Tökum nokkur dæmi. Hvers vegna fer fólk í skóla? Til þess að eiga betri framtíð. Hvers vegna sparar fólk peninga? Vegna þess að það tekur fjárhagslegt sjálfstæði fram yfir skammtíma skemmtun og skuldir. Hvers vegna hættir fólk að reykja? Vegna ávinninga eða ótta við afleiðingar. Hvers vegna hættir fólk að drekka? Vegna þess að það umturnast við drykkjuna og eyðileggur líf sitt og annarra. Hugsunin þarf að vera skýr og það þarf að beita henni reglulega á öll svið lífsins. Þeir sem ekki hlusta á skammtímaafleiðingar (instant karma) og breyta um hegðun samkvæmt því munu þurfa að horfast í augu við langtímaafleiðingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Þannig er lífið bara.
Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira