Menning

Stress hættulegra hjá körlum

Stress leiðir til hjarta- og æðasjúkdóma í ríkari mæli hjá körlum en konum, að því er fram kemur í nýrri sænskri rannsókn. Ástæðan er talin sú að konum gangi betur að ráða við félagslega streitu á vinnustöðum en karlar. Rannsóknin var gerð af háskólasjúkrahúsinu í Malmö og náði til 13.600 manns á miðjum aldri sem fylgt var um 21 árs skeið. Hún sýndi meðal annars að stressuðum hættir til að borða óhollari mat en öðrum og að gefa sér ekki tíma til að stunda líkamsrækt. Hinsvegar var í rannsókninni ekki tekið tillit til annarra áhættuþátta svo sem reykinga, hás blóðþrýstings eða mikillar líkamsþyngdar. Þess ber að geta að fleiri karlar tóku þátt í könnuninni en konur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.