Létt túnfisksalat með Aioli 29. júlí 2004 00:01 Aioli er frönsk hvítlaukssósa eða hvítlauksmajónes. Allir almennilegir matgæðingar kunna að útbúa þessa ómótstæðilegu sósu þannig að nú er tími til kominn. Salatið er prótínríkt og gott. Aioli-sósan er mjög góð með fiski og líka sem ídýfa. Aioli-sósan: 4 stórir hvítlauksgeirar salt Rasp úr 1/2 fransbrauðsneið 1 tsk. sítrónusafi 3 eggjarauður Um 1 dl góð ólífuolía. Salatið: 1 pk. klettasalat 1/2 haus iceberg-salat 2 dósir af túnfiski 3 harðsoðin egg Maukið hvítlaukinn í morteli eða matvinnsluvél og bætið um 1/4 tsk. af salti við. Merjið brauðraspið saman við og bætið sítrónusafanum við. Bætið eggjarauðunum útí og hrærið þar til úr verður þykkt mauk. Hellið olíunni í dropatali út í og þeytið vel þar til úr verður þykk sósa. Látið vatnið renna af túnfisknum og skerið eggin í fjórðunga. Blandið saman við salatið og setjið Aioli-sósuna yfir. Kostnaður um 700 kr. Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Aioli er frönsk hvítlaukssósa eða hvítlauksmajónes. Allir almennilegir matgæðingar kunna að útbúa þessa ómótstæðilegu sósu þannig að nú er tími til kominn. Salatið er prótínríkt og gott. Aioli-sósan er mjög góð með fiski og líka sem ídýfa. Aioli-sósan: 4 stórir hvítlauksgeirar salt Rasp úr 1/2 fransbrauðsneið 1 tsk. sítrónusafi 3 eggjarauður Um 1 dl góð ólífuolía. Salatið: 1 pk. klettasalat 1/2 haus iceberg-salat 2 dósir af túnfiski 3 harðsoðin egg Maukið hvítlaukinn í morteli eða matvinnsluvél og bætið um 1/4 tsk. af salti við. Merjið brauðraspið saman við og bætið sítrónusafanum við. Bætið eggjarauðunum útí og hrærið þar til úr verður þykkt mauk. Hellið olíunni í dropatali út í og þeytið vel þar til úr verður þykk sósa. Látið vatnið renna af túnfisknum og skerið eggin í fjórðunga. Blandið saman við salatið og setjið Aioli-sósuna yfir. Kostnaður um 700 kr.
Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira