Þinglýstir kaupsamningar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu vikuna 9.--15. júlí voru 126. Þar af voru 94 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og 18 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.075 millj. kr. og meðalupphæð á samning 16,5 millj. kr. Á sama tíma var sex kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru fimm um eignir í fjölbýli og einn samningur um annars konar eignir. Heildarveltan var 100 millj. kr. og meðalupphæð á samning 16,7 millj. kr.