Lífið

Yfirgefin hús slysagildra

Eigendur niðurníddra húsa í Devonskíri í Bretlandi hafa verið varaðir við og sagt að þeir verði gerðir ábyrgir fyrir slysum og dauðsföllum sem verða í húsunum. Annaðhvort verða eigendur að sjá til þess að fólk geti ekki sest að í húsunum eða láta rífa þau. Slökkviliðið segir að yfirgefin og niðurnídd hús séu slysagildrur þar sem börn noti þau til leikja og útigangsmenn sofi í þeim. Ef kviknar í viti enginn hvort fólk er inni eða ekki. Eigendur munu sæta málsókn ef ekki verður farið að þessum tilmælum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×