Allt er vænt sem vel er grænt 15. júlí 2004 00:01 Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. Nú er komið að því að Shrek þarf að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Lífsreynsla sem allir í heiminum, raunverulegum sem ímynduðum, eru nett óttaslegnir við. Ekki bætir úr skák að tengdaforeldrar Shrek eru konungbornir og hafa ekki hugmynd um að tengdasonurinn er stórt, illa lyktandi, grænt tröll. Shrek og frú ferðast til lands sem kallast "Lang-langt í fjarska" og minnir óneitanlega á Hollywood. Fjórfætta aðstoðardýr Shreks, Asni, er með í för og býður upp á endalaust grín. Svo virðist sem Eddie Murphy sé loks að fá langþráð "come back" og hlýtur að teljast nokkuð íronískt að það sé í þessu formi. Annar senuþjófur er Stígvélaði kötturinn sem er, í fyrsta lagi, ótrúlega vel hannaður (þrívíddarlega séð) og í öðru lagi frábærlega talsettur af spænska sjarmatröllinu Antonio Banderas. Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boðskapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Hápunktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í algleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þennan litríka og stórskrýtna heim. Shrek 2 Leikstjórn: Andrew Adamson, Kelly Asbury Aðalhlutverk: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz Kristófer Dignus Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. Nú er komið að því að Shrek þarf að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Lífsreynsla sem allir í heiminum, raunverulegum sem ímynduðum, eru nett óttaslegnir við. Ekki bætir úr skák að tengdaforeldrar Shrek eru konungbornir og hafa ekki hugmynd um að tengdasonurinn er stórt, illa lyktandi, grænt tröll. Shrek og frú ferðast til lands sem kallast "Lang-langt í fjarska" og minnir óneitanlega á Hollywood. Fjórfætta aðstoðardýr Shreks, Asni, er með í för og býður upp á endalaust grín. Svo virðist sem Eddie Murphy sé loks að fá langþráð "come back" og hlýtur að teljast nokkuð íronískt að það sé í þessu formi. Annar senuþjófur er Stígvélaði kötturinn sem er, í fyrsta lagi, ótrúlega vel hannaður (þrívíddarlega séð) og í öðru lagi frábærlega talsettur af spænska sjarmatröllinu Antonio Banderas. Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boðskapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Hápunktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í algleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þennan litríka og stórskrýtna heim. Shrek 2 Leikstjórn: Andrew Adamson, Kelly Asbury Aðalhlutverk: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz Kristófer Dignus
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira