Hefur ekki efni á Atkins 12. júlí 2004 00:01 "Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. "Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis. Mér finnst fínt þegar ég er ekki of þreytt og búin að dansa kannski í þrjá til fimm tíma að taka sér smá göngutúr," segir Þórey. Aðspurð um hvort það sé ekki tímafrekt að ganga á alla staði þá segir Þórey það vera. "Þetta tekur meiri tíma en að keyra en ég vakna þá bara fyrr. Það er svo gott að byrja daginn snemma. Ég þarf náttúrlega að vakna miklu fyrr til að klæða mig í öll fötin sem ég þarf að dúða mig í til að ganga í skólann á veturna. En það er ekkert mál að ganga þegar góðar göngugræjur eru til staðar. Síðan er svo miklu betra að vera í skólanum þegar dagurinn er tekinn snemma því þá er ég miklu betur vakandi og hressari," segir Þórey. Eins og hjá flestum á Íslandi þá reynir Þórey að borða rétt. "Ég reyni að passa mataræðið en peningarnir eru vandræði. Ég gæti til dæmis ekki farið á Atkins kúrinn því þar má ekki borða pasta eða neitt svoleiðis sem er allt frekar ódýrt. Ég fer líka mikið í gufu í sundlaugunum og drekk te til að halda röddinni. Síðan passa ég mig á að vera ekki mikið úti illa klædd þegar kalt er í veðri því þá verð ég strax hás," segir Þórey sem er um þessar mundir að taka þátt í sýningunni Hárið sem sýnd er í gamla Austurbæjarbíói. Heilsa Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. "Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis. Mér finnst fínt þegar ég er ekki of þreytt og búin að dansa kannski í þrjá til fimm tíma að taka sér smá göngutúr," segir Þórey. Aðspurð um hvort það sé ekki tímafrekt að ganga á alla staði þá segir Þórey það vera. "Þetta tekur meiri tíma en að keyra en ég vakna þá bara fyrr. Það er svo gott að byrja daginn snemma. Ég þarf náttúrlega að vakna miklu fyrr til að klæða mig í öll fötin sem ég þarf að dúða mig í til að ganga í skólann á veturna. En það er ekkert mál að ganga þegar góðar göngugræjur eru til staðar. Síðan er svo miklu betra að vera í skólanum þegar dagurinn er tekinn snemma því þá er ég miklu betur vakandi og hressari," segir Þórey. Eins og hjá flestum á Íslandi þá reynir Þórey að borða rétt. "Ég reyni að passa mataræðið en peningarnir eru vandræði. Ég gæti til dæmis ekki farið á Atkins kúrinn því þar má ekki borða pasta eða neitt svoleiðis sem er allt frekar ódýrt. Ég fer líka mikið í gufu í sundlaugunum og drekk te til að halda röddinni. Síðan passa ég mig á að vera ekki mikið úti illa klædd þegar kalt er í veðri því þá verð ég strax hás," segir Þórey sem er um þessar mundir að taka þátt í sýningunni Hárið sem sýnd er í gamla Austurbæjarbíói.
Heilsa Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira