Söngleikur með sterkan boðskap 9. júlí 2004 00:01 "Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna." Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna."
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira