Ferlega nýmóðins staður! 8. júlí 2004 00:01 Kokkurinn knái og bumbulausi sem er stúdentum góðkunnur úr veitingasal Þjóðarbókhlöðunnar, hefur þanið vængi sína og blásið lífi í gamla Top Shop húsið með opnun á nýjum sushi og smáréttabar. Undir sama þaki er að finna bókabúð, kaffihús, listagallerí og sælkeraverslun en Axel Ó telur Iðuhúsið, eins og það nú nefnist, sannkallað afþreyingahús. "Einmitt það sem vantaði í miðbæinn. Hér getur fólk notið þess að ná sér í góða bók, gæða sér á sushi eða smáréttum og versla sælkeramat." Sowieso, nefnist staður kokksins og merkir "að sjálfsögðu" á austurrískri þýsku, en þar eru sushi, sticks, tapas og evrópskir smáréttir á boðstólum. "Við erum að vekja splunkunýja stemningu í Reykjavík með stóru langborði þar sem tækifæri gefst til að spjalla við aðra gesti. Þetta er ferlega nýmóðins staður sem fólk getur heimsótt án þess að fara í sparifötin." Axel lærði á Hótel Loftleiðum en kynntist sushi þegar hann starfaði á veitingahúsinu Tveir fiskar. "Mig langaði að halda minni eigin stefnu og bjóða uppá sushi í bland við það sem ég hef verið að prófa í veislum." Útkoman varð Sowieso sem hann opnaði ásamt eiginkonu sinni og þjóninum Jóhönnu Heiðdal. "Hún er líka snilldarkokkur og ef mig langar í rosalega góðan mat bið ég hana um að elda fyrir mig," segir Axel stoltur. Í haust hyggjast hjónin opna enn einn reksturinn því á þriðju og fjórðu hæð sama húss verður tekinn í notkun glæsilegur veislusalur fyrir brúðkaup, ráðstefnur, árshátíðir og aðrar uppákomur. Axel mun einnig annast matargerð veisluþjónustunnar en hann kvenkar sér ekki yfir önnum. "Það er mjög krefjandi að reka þrjá staði í einu en ég nýt aðstoðar afbragðs matreiðslumanna svo ég þurfi ekki að vera alls staðar á sama tíma." Leifur Welding á heiðurinn af hönnun Sowieso sem er opið alla daga frá tíu til tíu. Fyrir forvitna er tilvalið að gera sér ferð þangað í hádeginu og smakka á glæsilegu smáréttahlaðborði. Matur Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kokkurinn knái og bumbulausi sem er stúdentum góðkunnur úr veitingasal Þjóðarbókhlöðunnar, hefur þanið vængi sína og blásið lífi í gamla Top Shop húsið með opnun á nýjum sushi og smáréttabar. Undir sama þaki er að finna bókabúð, kaffihús, listagallerí og sælkeraverslun en Axel Ó telur Iðuhúsið, eins og það nú nefnist, sannkallað afþreyingahús. "Einmitt það sem vantaði í miðbæinn. Hér getur fólk notið þess að ná sér í góða bók, gæða sér á sushi eða smáréttum og versla sælkeramat." Sowieso, nefnist staður kokksins og merkir "að sjálfsögðu" á austurrískri þýsku, en þar eru sushi, sticks, tapas og evrópskir smáréttir á boðstólum. "Við erum að vekja splunkunýja stemningu í Reykjavík með stóru langborði þar sem tækifæri gefst til að spjalla við aðra gesti. Þetta er ferlega nýmóðins staður sem fólk getur heimsótt án þess að fara í sparifötin." Axel lærði á Hótel Loftleiðum en kynntist sushi þegar hann starfaði á veitingahúsinu Tveir fiskar. "Mig langaði að halda minni eigin stefnu og bjóða uppá sushi í bland við það sem ég hef verið að prófa í veislum." Útkoman varð Sowieso sem hann opnaði ásamt eiginkonu sinni og þjóninum Jóhönnu Heiðdal. "Hún er líka snilldarkokkur og ef mig langar í rosalega góðan mat bið ég hana um að elda fyrir mig," segir Axel stoltur. Í haust hyggjast hjónin opna enn einn reksturinn því á þriðju og fjórðu hæð sama húss verður tekinn í notkun glæsilegur veislusalur fyrir brúðkaup, ráðstefnur, árshátíðir og aðrar uppákomur. Axel mun einnig annast matargerð veisluþjónustunnar en hann kvenkar sér ekki yfir önnum. "Það er mjög krefjandi að reka þrjá staði í einu en ég nýt aðstoðar afbragðs matreiðslumanna svo ég þurfi ekki að vera alls staðar á sama tíma." Leifur Welding á heiðurinn af hönnun Sowieso sem er opið alla daga frá tíu til tíu. Fyrir forvitna er tilvalið að gera sér ferð þangað í hádeginu og smakka á glæsilegu smáréttahlaðborði.
Matur Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira