Harlem Sophisticate í haust 6. júlí 2004 00:01 Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com. Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com.
Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira