Flughræðsla mismunandi eftir kyni 5. júlí 2004 00:01 Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu. Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu.
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira