Flughræðsla mismunandi eftir kyni 5. júlí 2004 00:01 Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu. Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu.
Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira