Annar í Hróarskeldu 3. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004 Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004
Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira