Hefur fitnað í sjónvarpinu 29. júní 2004 00:01 "Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví. "Ég held ég hafi farið út að hlaupa tvisvar sinnum í síðasta mánuði en ég reyni samt aðeins að passa mataræðið þessa dagana," segir Hugi, en hann hætti að stunda íþróttir þegar hann fluttist á mölina. "Ég ólst upp á Sauðárkróki og var þar mikið í fótbolta en nú er ég ekkert að æfa mig. Ég hygg nú samt á að breyta því á næstunni," segir Hugi, sem gerir þó alltaf armbeygjur og magaæfingar á kvöldin. "Ég held þeirri reglu til streitu þar sem ég hef gert það síðan ég var þrettán ára patti." Aðspurður um hvort það fylgi sjónvarpslífinu að hafa mikið að gera og grípa frekar í skyndibita segir Hugi það alveg vera raunin. "Þó að það sé mikið að gera og ég oft á þönum þá borða ég frekar óhollan mat þegar ég hef lítinn tíma. Málið er að ég kemst ekkert í líkamsrækt nema á morgnana sökum anna. Ég sef nú frekar á morgnana og er ólíklegastur manna til að hreyfa mig neitt svona snemma dags," segir Hugi. Hann hefur þó verið að reyna að borða meira grænmeti síðustu tvær eða þrjár vikurnar. "Það sést nú einhver munur síðan ég byrjaði að borða grænmeti þannig að það er gott mál. Núna þarf ég bara að byrja að hreyfa mig reglulega," segir Hugi að lokum. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Ég hef fitnað rosalega síðan ég byrjaði í sjónvarpi og held mér eiginlega ekki í formi," segir Hugi Halldórsson, dagskrágerðarmaður á sjónvarpsstöðinni Popptíví. "Ég held ég hafi farið út að hlaupa tvisvar sinnum í síðasta mánuði en ég reyni samt aðeins að passa mataræðið þessa dagana," segir Hugi, en hann hætti að stunda íþróttir þegar hann fluttist á mölina. "Ég ólst upp á Sauðárkróki og var þar mikið í fótbolta en nú er ég ekkert að æfa mig. Ég hygg nú samt á að breyta því á næstunni," segir Hugi, sem gerir þó alltaf armbeygjur og magaæfingar á kvöldin. "Ég held þeirri reglu til streitu þar sem ég hef gert það síðan ég var þrettán ára patti." Aðspurður um hvort það fylgi sjónvarpslífinu að hafa mikið að gera og grípa frekar í skyndibita segir Hugi það alveg vera raunin. "Þó að það sé mikið að gera og ég oft á þönum þá borða ég frekar óhollan mat þegar ég hef lítinn tíma. Málið er að ég kemst ekkert í líkamsrækt nema á morgnana sökum anna. Ég sef nú frekar á morgnana og er ólíklegastur manna til að hreyfa mig neitt svona snemma dags," segir Hugi. Hann hefur þó verið að reyna að borða meira grænmeti síðustu tvær eða þrjár vikurnar. "Það sést nú einhver munur síðan ég byrjaði að borða grænmeti þannig að það er gott mál. Núna þarf ég bara að byrja að hreyfa mig reglulega," segir Hugi að lokum. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira