Hrollvekjandi glæpaópera 28. júní 2004 00:01 "Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira