Ný og víðtækari Idol-stjörnuleit 24. júní 2004 08:00 Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september Idol Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september
Idol Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira