Afskorin blóm setja svip 24. júní 2004 00:01 Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira