Tom Hanks í stuði 22. júní 2004 00:01 Breska gamanmyndin Ladykillers frá árinu 1955 er fyrir löngu orðin klassík en þar fóru Alec Guinness, Peter Sellers, Herbert Lom, Cecil Parker og fleiri á kostum í hlutverkum glæpamanna sem leigja hjá eldri konu. Skúrkarnir þykjast vera tónlistarmenn og gera heimili konunnar að miðstöð stórkostlegs ráns sem þeir eru með í býgerð. Þegar sú gamla kemst að því hvað vakir fyrir Guinness og félögum sjá þeir sér þann kost vænstan að kála kerlu en komast að því að kerlingin er ekkert lamb að leika sér við. Þeir eru því síður en svo að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur Coen bræðurnir en þeir eru vitaskuld alltaf bestir þegar þeir vinna með frumsamið efni, auk þess sem það er álíka mikill óþarfi að endurgera Ladykillers og Psycho. Bræðurnir halda sig við meginþráð gömlu myndarinnar en skella á skeið í persónusköpun og samtölum. The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndunum á minni spámönnum en þeim bræðrum sem eru meira að segja góðir á slæmum degi. Helstu höfundareinkenni þeirra, kostuleg samtöl og fríkaðar persónur, bjarga sögunni fyrir horn og snilldartaktar nokkurra aðalleikaranna bjarga rest. Hin hvimleiði og ofmetni Tom Hanks er í toppformi, nýtur sín í botn í rullu Guiness, Marlon Wayans ofleikur með látum en tekst að vera fyndinn en senuþjófurinn er J.K. Simmons sem er hreint út sagt dásamlegur í hlutverki eins hinna misheppnuðu krimma. Þessi fjölhæfi leikari sem dúkkar stundum upp í hlutverki geðlæknis í Law&Order: Criminal Intent á síðan eftir að mæta til leiks í enn betra formi, sem ritstjórinn J. Jonah Jameson, í Spider-Man 2 seinna í sumar.Þórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Breska gamanmyndin Ladykillers frá árinu 1955 er fyrir löngu orðin klassík en þar fóru Alec Guinness, Peter Sellers, Herbert Lom, Cecil Parker og fleiri á kostum í hlutverkum glæpamanna sem leigja hjá eldri konu. Skúrkarnir þykjast vera tónlistarmenn og gera heimili konunnar að miðstöð stórkostlegs ráns sem þeir eru með í býgerð. Þegar sú gamla kemst að því hvað vakir fyrir Guinness og félögum sjá þeir sér þann kost vænstan að kála kerlu en komast að því að kerlingin er ekkert lamb að leika sér við. Þeir eru því síður en svo að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur Coen bræðurnir en þeir eru vitaskuld alltaf bestir þegar þeir vinna með frumsamið efni, auk þess sem það er álíka mikill óþarfi að endurgera Ladykillers og Psycho. Bræðurnir halda sig við meginþráð gömlu myndarinnar en skella á skeið í persónusköpun og samtölum. The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndunum á minni spámönnum en þeim bræðrum sem eru meira að segja góðir á slæmum degi. Helstu höfundareinkenni þeirra, kostuleg samtöl og fríkaðar persónur, bjarga sögunni fyrir horn og snilldartaktar nokkurra aðalleikaranna bjarga rest. Hin hvimleiði og ofmetni Tom Hanks er í toppformi, nýtur sín í botn í rullu Guiness, Marlon Wayans ofleikur með látum en tekst að vera fyndinn en senuþjófurinn er J.K. Simmons sem er hreint út sagt dásamlegur í hlutverki eins hinna misheppnuðu krimma. Þessi fjölhæfi leikari sem dúkkar stundum upp í hlutverki geðlæknis í Law&Order: Criminal Intent á síðan eftir að mæta til leiks í enn betra formi, sem ritstjórinn J. Jonah Jameson, í Spider-Man 2 seinna í sumar.Þórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira