Pabbastrákur fer til Þýskalands 22. júní 2004 00:01 Leikritið Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson er á leið á leiklistarhátíð í Wiesbaden í Þýskalandi en á hátíðinni verða kynnt á þriðja tug nýrra evrópskra leikrita. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og verður íslenska verkið sýnt þann 27. júní í Þýskalandi. Forsvarsmaður hátíðarinnar, leikhússtjórinn dr. Manfred Beilharz, kom í vetur til Íslands og kynnti sér ný íslensk leikrit og var Pabbastrákur sú sýning sem vakti áhuga hans. Í kjölfarið var Þjóðleikhúsinu boðið að senda sýninguna á hátíðina. Hátíðin í Wiesbaden ber yfirskriftina Ný leikrit frá Evrópu - Leiklistartvíæringurinn í Wiesbaden og er haldin af Ríkisleikhúsinu þar í borg í samvinnu við Borgarleikhúsið í Frankfurt. Hátíðin er ein sú mikilvægasta sinnar tegundar í heiminum og ferðast listrænir stjórnendur hennar, Tankred Dorst, Ursula Ehler og Manfred Beilharz, víðs vegar um Evrópu í leit að áhugaverðum leikritum í spennandi uppsetningum. Mörg þeirra leikrita sem kynnt hafa verið á hátíðinni í gegnum tíðina hafa í kjölfarið verið sett upp í leikhúsum víða um heim. Pabbastrákur var sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins í vetur og var meðal annars tilnefnt til Grímunnar nú á dögunum. Leikstjóri sýningarinnar er Hilmar Jónsson en aðalleikarar eru þau Ívar Örn Sverrisson, Valdimar Örn Flygenring, Atli Rafn Sigurðarson og Guðrún S. Gísladóttir. Finnur Arnar Arnarsson sér um búningana ásamt Margréti Sigurðardóttur en tónlistin er samin af Jóhanni Jóhannssyni. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikritið Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson er á leið á leiklistarhátíð í Wiesbaden í Þýskalandi en á hátíðinni verða kynnt á þriðja tug nýrra evrópskra leikrita. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og verður íslenska verkið sýnt þann 27. júní í Þýskalandi. Forsvarsmaður hátíðarinnar, leikhússtjórinn dr. Manfred Beilharz, kom í vetur til Íslands og kynnti sér ný íslensk leikrit og var Pabbastrákur sú sýning sem vakti áhuga hans. Í kjölfarið var Þjóðleikhúsinu boðið að senda sýninguna á hátíðina. Hátíðin í Wiesbaden ber yfirskriftina Ný leikrit frá Evrópu - Leiklistartvíæringurinn í Wiesbaden og er haldin af Ríkisleikhúsinu þar í borg í samvinnu við Borgarleikhúsið í Frankfurt. Hátíðin er ein sú mikilvægasta sinnar tegundar í heiminum og ferðast listrænir stjórnendur hennar, Tankred Dorst, Ursula Ehler og Manfred Beilharz, víðs vegar um Evrópu í leit að áhugaverðum leikritum í spennandi uppsetningum. Mörg þeirra leikrita sem kynnt hafa verið á hátíðinni í gegnum tíðina hafa í kjölfarið verið sett upp í leikhúsum víða um heim. Pabbastrákur var sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins í vetur og var meðal annars tilnefnt til Grímunnar nú á dögunum. Leikstjóri sýningarinnar er Hilmar Jónsson en aðalleikarar eru þau Ívar Örn Sverrisson, Valdimar Örn Flygenring, Atli Rafn Sigurðarson og Guðrún S. Gísladóttir. Finnur Arnar Arnarsson sér um búningana ásamt Margréti Sigurðardóttur en tónlistin er samin af Jóhanni Jóhannssyni.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira