Svifflug fyrir alla 21. júní 2004 00:01 Á leiðinni austur frá höfuðborginni liggur vegurinn framhjá Sandskeiði þar sem oft má sjá hljóðlausar flugvélar á sveimi. Engan mótor er að finna í þessum vélum og því ekki talað um þær sem flugvélar heldur svifflugur. Fjölmargir stunda svifflug hér á landi þó svo ekki fari hátt um það en ef til vill er það sökum þess að hjóðlausar svifflugurnar draga ekki að sér mikla athygli er þær svífa um loftin. Svifflugfélag Íslands er með aðsetur sitt við Sandskeið og eftir tvö ár verður það sjötíu ára og er það elsta svifflugfélag Evrópu. "Allir eru velkomnir hingað til okkar á Sandskeið í prufu flug og tökum við á móti fólki öll kvöld þegar vel viðrar. Óþarfi er fyrir fólk að gera boð á undan sér," segir Kristján Sveinbjörnsson formaður Svifflugfélagsins og tvöfaldur Íslandsmeistari í svifflugi. "Það geta allir lært að fljúga svifflugu en lágmarksaldur er 15 ár til að fljúga einn án kennara en hægt að byrja námið aðeins 14 ára," segir Kristján sem kennir svifflug hjá félaginu við Sandskeið. "Margir hefja flugnám sitt á svifflugi og hefur það marga kosti í för með sér auk þess sem hægt er að hefja það á unga aldri. "Svifflug virkar þannig að svifflugan er toguð upp af spili eða flugvél í allt að 600 metra hæð. Best er þegar vindurinn blæs á fjöllin því þá er hægt að nota uppstreymið til að klifra og engin takmörk fyrir því hversu lengi er hægt að haldast á lofti. Hún þarf ekki á uppstreymi að halda til að svífa en ef það er algert logn er ekki hægt að halda henni lengi á lofti og þá svífur hún fljótlega aftur til jarðar," segir Kristján, en svifflug segir hann vera íþrótt sem fólk þurfi ekki að óttast og auðvelt sé fyrir hvern sem er að ná tökum á því. Þótt svifflug sé tímafrek íþrótt þá segir Kristján þetta vera það skemmtilegasta sem hægt er að gera við tíma sinn og félagar hans í svifflugfélaginu taka undir þau orð allir sem einn auk þess sem þeir segja þetta mjög gott fyrir heilsuna því það losar um streitu. Flugmaðurinn sem er aleinn í loftinu og kyrrðinni lætur allt stress og áhyggjur líða úr sér í frelsinu sem fylgir því að svífa og þegar hann kemur aftur niður á jörðina svífur hann áfram innra með sér. Heilsa Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Sjá meira
Á leiðinni austur frá höfuðborginni liggur vegurinn framhjá Sandskeiði þar sem oft má sjá hljóðlausar flugvélar á sveimi. Engan mótor er að finna í þessum vélum og því ekki talað um þær sem flugvélar heldur svifflugur. Fjölmargir stunda svifflug hér á landi þó svo ekki fari hátt um það en ef til vill er það sökum þess að hjóðlausar svifflugurnar draga ekki að sér mikla athygli er þær svífa um loftin. Svifflugfélag Íslands er með aðsetur sitt við Sandskeið og eftir tvö ár verður það sjötíu ára og er það elsta svifflugfélag Evrópu. "Allir eru velkomnir hingað til okkar á Sandskeið í prufu flug og tökum við á móti fólki öll kvöld þegar vel viðrar. Óþarfi er fyrir fólk að gera boð á undan sér," segir Kristján Sveinbjörnsson formaður Svifflugfélagsins og tvöfaldur Íslandsmeistari í svifflugi. "Það geta allir lært að fljúga svifflugu en lágmarksaldur er 15 ár til að fljúga einn án kennara en hægt að byrja námið aðeins 14 ára," segir Kristján sem kennir svifflug hjá félaginu við Sandskeið. "Margir hefja flugnám sitt á svifflugi og hefur það marga kosti í för með sér auk þess sem hægt er að hefja það á unga aldri. "Svifflug virkar þannig að svifflugan er toguð upp af spili eða flugvél í allt að 600 metra hæð. Best er þegar vindurinn blæs á fjöllin því þá er hægt að nota uppstreymið til að klifra og engin takmörk fyrir því hversu lengi er hægt að haldast á lofti. Hún þarf ekki á uppstreymi að halda til að svífa en ef það er algert logn er ekki hægt að halda henni lengi á lofti og þá svífur hún fljótlega aftur til jarðar," segir Kristján, en svifflug segir hann vera íþrótt sem fólk þurfi ekki að óttast og auðvelt sé fyrir hvern sem er að ná tökum á því. Þótt svifflug sé tímafrek íþrótt þá segir Kristján þetta vera það skemmtilegasta sem hægt er að gera við tíma sinn og félagar hans í svifflugfélaginu taka undir þau orð allir sem einn auk þess sem þeir segja þetta mjög gott fyrir heilsuna því það losar um streitu. Flugmaðurinn sem er aleinn í loftinu og kyrrðinni lætur allt stress og áhyggjur líða úr sér í frelsinu sem fylgir því að svífa og þegar hann kemur aftur niður á jörðina svífur hann áfram innra með sér.
Heilsa Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Sjá meira