Æ fleiri fá sér tjörn í garðinn 18. júní 2004 00:01 Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast. Hús og heimili Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita Sjá meira
Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast.
Hús og heimili Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita Sjá meira