Heilgrillun á lambi 18. júní 2004 00:01 "Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is Matur Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is
Matur Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira