Heilgrillun á lambi 18. júní 2004 00:01 "Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is
Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira