Grillar allt árið um kring 18. júní 2004 00:01 "Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í. Matur Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í.
Matur Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira