Einyrki ársins 2004 15. júní 2004 00:01 "Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins" á heimasíðu sýningarinnar Matur 2004. Auðunn hóf að baka kartöflukökur undir merkjum Drangabaksturs dag einn í febrúar sl. og nú eru þær komnar í flesta stórmarkaði bæjarins og einnig til Akureyrar, Akraness, Njarðvíkur og Selfoss. Kartöflukökurnar eru að sjálfsögðu búnar til úr kartöflum en einnig koma súrmjólk, hveitiklíð og fleiri hráefnistegundir við sögu. Þær eru bakaðar á eldavélarhellu og snæddar með smjöri og áleggi, einnig eru þær góðar af grillinu, sem meðlæti með súpum og sem pizzubotnar. Auðunn gerir allt sjálfur, bakar, keyrir út, kynnir vöruna og sér um bókhaldið auk þess að hafa teiknað lógó fyrirtækisins. Reyndar fær hann hjálp við baksturinn og einnig nýtur hann aðstoðar ötullar móður sinnar, Þorbjargar Samúelsdóttur sem er "ein þeirra kvenna sem aldrei fellur verk úr hendi," svo notuð séu orð hans. Frá henni og formæðrum hennar er uppskriftin líka komin sem liggur að baki velgengninni. Uppruninn er á Dröngum í Strandarsýslu og nafn fyrirtækisins og lógó eru þeim til heiðurs. "Drangar eru magnaður staður og mér finnst eins og æðri máttarvöld séu fyrirtækinu hliðholl," segir hann og lýsir gangi mála. "Þetta byrjaði allt með sýningunni Matur 2004. Ég var á rúntinum á mánudegi þegar ég heyrði um þessa einyrkjadeild þar, tók vinkilbeygju og skráði mig. Hafði stofnað fyrirtækið á föstudeginum áður og var hvorki kominn með húsnæði né vélar en sýningin átti að hefjast þremur dögum seinna. Ég fékk húsnæði á miðvikudeginum og þann dag sá ég auglýsta flatningsvél í bakaríi í Ólafsvík, hringdi vestur og vélarnar voru komnar fyrir hádegi daginn eftir. Mamma var tilbúin með degið, við byrjuðum að baka klukkan eitt og ég var mættur kl. fjögur á sýninguna með fyrstu kökurnar í hitakassa. Þær slógu í gegn. Klukkan hálf sjö á mánudagsmorgninum eftir sýninguna hringdi fyrsti viðskiptavinurinn og síðan hefur þetta ekki stoppað." Matur Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins" á heimasíðu sýningarinnar Matur 2004. Auðunn hóf að baka kartöflukökur undir merkjum Drangabaksturs dag einn í febrúar sl. og nú eru þær komnar í flesta stórmarkaði bæjarins og einnig til Akureyrar, Akraness, Njarðvíkur og Selfoss. Kartöflukökurnar eru að sjálfsögðu búnar til úr kartöflum en einnig koma súrmjólk, hveitiklíð og fleiri hráefnistegundir við sögu. Þær eru bakaðar á eldavélarhellu og snæddar með smjöri og áleggi, einnig eru þær góðar af grillinu, sem meðlæti með súpum og sem pizzubotnar. Auðunn gerir allt sjálfur, bakar, keyrir út, kynnir vöruna og sér um bókhaldið auk þess að hafa teiknað lógó fyrirtækisins. Reyndar fær hann hjálp við baksturinn og einnig nýtur hann aðstoðar ötullar móður sinnar, Þorbjargar Samúelsdóttur sem er "ein þeirra kvenna sem aldrei fellur verk úr hendi," svo notuð séu orð hans. Frá henni og formæðrum hennar er uppskriftin líka komin sem liggur að baki velgengninni. Uppruninn er á Dröngum í Strandarsýslu og nafn fyrirtækisins og lógó eru þeim til heiðurs. "Drangar eru magnaður staður og mér finnst eins og æðri máttarvöld séu fyrirtækinu hliðholl," segir hann og lýsir gangi mála. "Þetta byrjaði allt með sýningunni Matur 2004. Ég var á rúntinum á mánudegi þegar ég heyrði um þessa einyrkjadeild þar, tók vinkilbeygju og skráði mig. Hafði stofnað fyrirtækið á föstudeginum áður og var hvorki kominn með húsnæði né vélar en sýningin átti að hefjast þremur dögum seinna. Ég fékk húsnæði á miðvikudeginum og þann dag sá ég auglýsta flatningsvél í bakaríi í Ólafsvík, hringdi vestur og vélarnar voru komnar fyrir hádegi daginn eftir. Mamma var tilbúin með degið, við byrjuðum að baka klukkan eitt og ég var mættur kl. fjögur á sýninguna með fyrstu kökurnar í hitakassa. Þær slógu í gegn. Klukkan hálf sjö á mánudagsmorgninum eftir sýninguna hringdi fyrsti viðskiptavinurinn og síðan hefur þetta ekki stoppað."
Matur Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira