Þegar hitaeininga er þörf 15. júní 2004 00:01 Hvað er betur viðeigandi á 17. júní en heimilislegt kaffihlaðborð með þjóðlegu íslensku bakkelsi? Eftir skrúðgöngu og hæfilega útivist í hinu hefðbundna íslenska sumarveðri er hitaeininga þörf í kroppinn. Þá er flatkaka með íslensku smjöri og hangikjöti, rjómapönnukökur með rabarbarasultu, skúffukaka, kleinur og rjómaterta það sem blívur. Allt einfalt að gerð. Pönnukökur 2 bollar hveiti 1 tsk. natron 75 g smjörlíki brætt 2 egg 8 dl mjólk Allt hrært vel saman og deigið sigtað ef þörf krefur. Dugar í 20 meðalstórar pönnukökur. Kókosmjölsterta 4 eggjahvítur 200 g sykur 200 g kókosmjöl Eggjahvíturnar og sykurinn stífþeytt, kókosmjölinu bætt varlega út í. Bakað í einu formi. Krem 4 eggjarauður 60 g flórsykur 50 g smjör 100 g suðusúkkulaði Eggjarauðurnar og flórsykurinn eru þeytt á meðan smjörið og suðusúkkulaðið er látið bráðna í potti á vægum hita. Það er síðan sett út í eggjahræruna smátt og smátt og kremið þeytt á meðan. Sett á kökuna þegar hún hefur kólnað. 8 dl rjómi þeyttur jarðarber og bláber til skrauts Kleinur 1 kg hveiti 300 g sykur 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 3 egg 100 g brætt smjör eða 1 peli súr rjómi kardemommur mjólk eftir þörfum til að gera deigið meðfærilegt til að hnoða það. Flatt út og mótaðar kleinur sem steiktar eru í heitri feiti. Skúffukaka 350 g sykur 300 g smjörlíki 450 g hveiti 5 tsk. lyftiduft 4 egg 2 msk. kakó 3 dl mjólk Allt hrært um stund og sett í vel smurða ofnskúffu. Bakað í rúman hálftíma á 175 gráðum. Krem 300 g flórsykur 75 g smjör brætt 4 msk. heitt vatn 2 tsk. vanilla Smurt yfir skúffukökuna. Kókosmjöli stráð yfir. Flatkökur 1 kg rúgmjöl 2 bollar hveiti 1 tsk. salt 1 msk. sykur 12 dl sjóðandi vatn Rúgmjöli, salti og sykri blandað saman. Vætt í með vatninu og hræran látin standa í um 2 tíma undir dúk. Síðan er degið hnoðað upp með hveiti og skipt í hæfilega bita sem flattir eru út og kökurnar bakaðar á eldavélarhellu. Smurðar með íslensku smjöri og hangikjöti. Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hvað er betur viðeigandi á 17. júní en heimilislegt kaffihlaðborð með þjóðlegu íslensku bakkelsi? Eftir skrúðgöngu og hæfilega útivist í hinu hefðbundna íslenska sumarveðri er hitaeininga þörf í kroppinn. Þá er flatkaka með íslensku smjöri og hangikjöti, rjómapönnukökur með rabarbarasultu, skúffukaka, kleinur og rjómaterta það sem blívur. Allt einfalt að gerð. Pönnukökur 2 bollar hveiti 1 tsk. natron 75 g smjörlíki brætt 2 egg 8 dl mjólk Allt hrært vel saman og deigið sigtað ef þörf krefur. Dugar í 20 meðalstórar pönnukökur. Kókosmjölsterta 4 eggjahvítur 200 g sykur 200 g kókosmjöl Eggjahvíturnar og sykurinn stífþeytt, kókosmjölinu bætt varlega út í. Bakað í einu formi. Krem 4 eggjarauður 60 g flórsykur 50 g smjör 100 g suðusúkkulaði Eggjarauðurnar og flórsykurinn eru þeytt á meðan smjörið og suðusúkkulaðið er látið bráðna í potti á vægum hita. Það er síðan sett út í eggjahræruna smátt og smátt og kremið þeytt á meðan. Sett á kökuna þegar hún hefur kólnað. 8 dl rjómi þeyttur jarðarber og bláber til skrauts Kleinur 1 kg hveiti 300 g sykur 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 3 egg 100 g brætt smjör eða 1 peli súr rjómi kardemommur mjólk eftir þörfum til að gera deigið meðfærilegt til að hnoða það. Flatt út og mótaðar kleinur sem steiktar eru í heitri feiti. Skúffukaka 350 g sykur 300 g smjörlíki 450 g hveiti 5 tsk. lyftiduft 4 egg 2 msk. kakó 3 dl mjólk Allt hrært um stund og sett í vel smurða ofnskúffu. Bakað í rúman hálftíma á 175 gráðum. Krem 300 g flórsykur 75 g smjör brætt 4 msk. heitt vatn 2 tsk. vanilla Smurt yfir skúffukökuna. Kókosmjöli stráð yfir. Flatkökur 1 kg rúgmjöl 2 bollar hveiti 1 tsk. salt 1 msk. sykur 12 dl sjóðandi vatn Rúgmjöli, salti og sykri blandað saman. Vætt í með vatninu og hræran látin standa í um 2 tíma undir dúk. Síðan er degið hnoðað upp með hveiti og skipt í hæfilega bita sem flattir eru út og kökurnar bakaðar á eldavélarhellu. Smurðar með íslensku smjöri og hangikjöti.
Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira