Eiginkonan syngur 15. júní 2004 00:01 Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, nú í kvöld. Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans. Sú staðreynd kemur samt ekki í veg fyrir að Eyjólfur kalli hana óhikað "eina af okkar bestu djasssöngkonum í dag." Aðrir meðlimir eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón og fleiri blásturshljóðfæri, og svo Árni Scheving á víbrafón. "Hann er flottur, sá gamli," segir Eyjólfur um Árna, sem er einn af reyndustu djassleikurum landsins. "Hér á landi eru fáir víbrafónleikarar, en jafnvel þótt þeir væru fleiri þá myndi sé samt fá Árna til að spila með mér. Ég hef haldið upp á hann lengi, alveg frá því ég var að elta hann á milli staða í gamla daga." Eyjólfur hefur einnig fengið til liðs við sig Braga Valdimar Skúlason til þess að gera texta við nokkur laga sinna. Bragi er einn hinna óborganlegu Baggalúta, þannig að hugsanlega má búast við einhverju óvæntu úr þeirri áttinni. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Eyjólf, sem hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal málmblástursrokksveitinni Jagúar. "Ég hef verið að semja tónlist frá blautu barnsbeini," segir Eyjólfur. "Á þessum tónleikum verður þó upp undir helmingurinn efni sem ekki hefur heyrst áður." Stefnan er að taka þessi lög upp og gefa þau út á disk áður en langt líður. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Átta manna djasshljómsveit með Eyjólf Þorleifsson saxófónleikara í fararbroddi ætlar að halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, nú í kvöld. Með hljómsveitinni syngur djasssöngkonan Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem reyndar er eiginkona hljómsveitarstjórans. Sú staðreynd kemur samt ekki í veg fyrir að Eyjólfur kalli hana óhikað "eina af okkar bestu djasssöngkonum í dag." Aðrir meðlimir eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Ívar Guðmundsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón og fleiri blásturshljóðfæri, og svo Árni Scheving á víbrafón. "Hann er flottur, sá gamli," segir Eyjólfur um Árna, sem er einn af reyndustu djassleikurum landsins. "Hér á landi eru fáir víbrafónleikarar, en jafnvel þótt þeir væru fleiri þá myndi sé samt fá Árna til að spila með mér. Ég hef haldið upp á hann lengi, alveg frá því ég var að elta hann á milli staða í gamla daga." Eyjólfur hefur einnig fengið til liðs við sig Braga Valdimar Skúlason til þess að gera texta við nokkur laga sinna. Bragi er einn hinna óborganlegu Baggalúta, þannig að hugsanlega má búast við einhverju óvæntu úr þeirri áttinni. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Eyjólf, sem hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal málmblástursrokksveitinni Jagúar. "Ég hef verið að semja tónlist frá blautu barnsbeini," segir Eyjólfur. "Á þessum tónleikum verður þó upp undir helmingurinn efni sem ekki hefur heyrst áður." Stefnan er að taka þessi lög upp og gefa þau út á disk áður en langt líður.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira