Svört sveifla í hádeginu 14. júní 2004 00:01 "Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði. Fyrstu tónleikarnir verða í hádeginu í dag, og þar verður Davíð Ólafsson bassasöngvari með henni. Davíð syngur negrasálma og aðra tónlist þeldökkra Bandaríkjamanna af mikilli list."Hann er svo fínn í þessu, þessi tónlist hentar honum mjög vel," segir Antonia.Í hádeginu á miðvikudaginn kveður síðan við allt annan tón þegar Auður Gunnarsdóttir syngur með Antoniu. "Við ætlum að pæla aðeins í því hvað ástin getur gert við mann og hvernig ástin leggst á konur. Þetta verður söngleikja- og óperettumúsík þar sem við drögum upp mjög fjölbreytta mynd af því hvernig ástin fer með konur." Á mánudag og þriðjudag ætlar Antonia síðan að vera með tvenna tónleika að kvöldi til í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem hún starfar sem organisti. Á mánudagskvöldið syngur Margrét Eir með henni, en síðan á þriðjudagskvöldið hefur hún fengið Óskar Guðjónsson saxofónleikara til liðs við sig. "Við Margrét Eir ætlum að vera svolítið á ljúfum nótum, byrjum með nokkur þekkt sálmalög en tökum svo inn á milli íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Svo á eftir skiptum við yfir í smá söngleikjamúsík. Það verður svo mikið fjör út um allan bæ að við ætlum að leyfa fólki að koma inn í kirkjuna til að slappa af og njóta þess." Daginn eftir ræður kirkjutónlistin síðan alveg ríkjum, þegar þau Antonía og Óskar spila saman á orgel og saxófón. "Okkur finnst orgel og saxófónn passa svo vel saman, en við ætlum að spinna út frá þekktum sálmum og nokkrum íslenskum lögum. Við ætlum ekkert að snúa út úr þessum sálmum, heldur sýna þá í nýju ljósi og sýna fólki hvað býr í sálmunum." Fyrstu tónleikarnir verða samt í hádeginu í dag, sem fyrr segir, þar sem Davíð Ólafsson syngur með Antoníu. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði. Fyrstu tónleikarnir verða í hádeginu í dag, og þar verður Davíð Ólafsson bassasöngvari með henni. Davíð syngur negrasálma og aðra tónlist þeldökkra Bandaríkjamanna af mikilli list."Hann er svo fínn í þessu, þessi tónlist hentar honum mjög vel," segir Antonia.Í hádeginu á miðvikudaginn kveður síðan við allt annan tón þegar Auður Gunnarsdóttir syngur með Antoniu. "Við ætlum að pæla aðeins í því hvað ástin getur gert við mann og hvernig ástin leggst á konur. Þetta verður söngleikja- og óperettumúsík þar sem við drögum upp mjög fjölbreytta mynd af því hvernig ástin fer með konur." Á mánudag og þriðjudag ætlar Antonia síðan að vera með tvenna tónleika að kvöldi til í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem hún starfar sem organisti. Á mánudagskvöldið syngur Margrét Eir með henni, en síðan á þriðjudagskvöldið hefur hún fengið Óskar Guðjónsson saxofónleikara til liðs við sig. "Við Margrét Eir ætlum að vera svolítið á ljúfum nótum, byrjum með nokkur þekkt sálmalög en tökum svo inn á milli íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Svo á eftir skiptum við yfir í smá söngleikjamúsík. Það verður svo mikið fjör út um allan bæ að við ætlum að leyfa fólki að koma inn í kirkjuna til að slappa af og njóta þess." Daginn eftir ræður kirkjutónlistin síðan alveg ríkjum, þegar þau Antonía og Óskar spila saman á orgel og saxófón. "Okkur finnst orgel og saxófónn passa svo vel saman, en við ætlum að spinna út frá þekktum sálmum og nokkrum íslenskum lögum. Við ætlum ekkert að snúa út úr þessum sálmum, heldur sýna þá í nýju ljósi og sýna fólki hvað býr í sálmunum." Fyrstu tónleikarnir verða samt í hádeginu í dag, sem fyrr segir, þar sem Davíð Ólafsson syngur með Antoníu.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira