Lóa og saxófónninn 14. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim. Tónlist Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim.
Tónlist Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira