Skýr forysta víst til staðar 14. júní 2004 00:01 "Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgarstjóra eins og hún hefur lengi verið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu," segir Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi um fullyrðingar Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti forystu. "Ef menn eru á þeirri skoðun að afdráttarlaus pólitísk forysta sé bundin í einni persónu þá það, en það er ekki mín sýn á lífið," bætir Árni við. Hann segist ekki hafa orðið var við valdaþreytu í samstarfi Reykjavíkurlistans, þegar vandamál hafi komið upp hafi þau verið leyst á farsælan hátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segist fagna allri gagnrýni sem fram komi á störf Reykjavíkurlistans; það sé dæmi um lífsmark með meirihlutanum og að fólk hafi skoðanir á hlutunum. Hún segir einnig að ekki sé hætta á að fámenn klíka komist til valda eins og Helgi Hjörvar hefur áhyggjur af. "Um hundrað manns gegna nefndarstörfum fyrir Reykjavíkurlistann, fólk úr flokkunum og utan þeirra og þessi hópur hefur áhrif á stjórn borgarinnar. Ég er því ekki sammála að það sé lítil klíka sem ráði öllu." Hún bætir við að með brotthvarfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr sæti borgarstjóra hafi margt breyst, valddreifingin sé meiri en áður og það sé mun lýðræðislegra en að kallað sé eftir einum sterkum aðila sem ráði öllu. Þá vill hún ekki kannast við þreytu í samstarfinu. Alfreð Þorsteinsson tekur í sama streng og Árni og Steinunn og segir það út í hött að tala um að það skorti pólitíska forystu. Hann segir það eðlilegt að ólíkar áherslur komi upp í kosningabandalagi þriggja ólíkra flokka en hingað til hafi tekist að vinna úr því. Hann segir enn fremur að það sé eðlilegt að Þórólfur Árnason borgarstjóri sigli lygnan sjó og taki ekki að sér afdráttarlausa forystu þar sem hann sé ráðinn til starfsins af Reykjavíkurlistanum. "Ef hann væri hins vegar kjörinn af fólkinu í kosningunum gæti staða hans auðveldlega breyst." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
"Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgarstjóra eins og hún hefur lengi verið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu," segir Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi um fullyrðingar Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti forystu. "Ef menn eru á þeirri skoðun að afdráttarlaus pólitísk forysta sé bundin í einni persónu þá það, en það er ekki mín sýn á lífið," bætir Árni við. Hann segist ekki hafa orðið var við valdaþreytu í samstarfi Reykjavíkurlistans, þegar vandamál hafi komið upp hafi þau verið leyst á farsælan hátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segist fagna allri gagnrýni sem fram komi á störf Reykjavíkurlistans; það sé dæmi um lífsmark með meirihlutanum og að fólk hafi skoðanir á hlutunum. Hún segir einnig að ekki sé hætta á að fámenn klíka komist til valda eins og Helgi Hjörvar hefur áhyggjur af. "Um hundrað manns gegna nefndarstörfum fyrir Reykjavíkurlistann, fólk úr flokkunum og utan þeirra og þessi hópur hefur áhrif á stjórn borgarinnar. Ég er því ekki sammála að það sé lítil klíka sem ráði öllu." Hún bætir við að með brotthvarfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr sæti borgarstjóra hafi margt breyst, valddreifingin sé meiri en áður og það sé mun lýðræðislegra en að kallað sé eftir einum sterkum aðila sem ráði öllu. Þá vill hún ekki kannast við þreytu í samstarfinu. Alfreð Þorsteinsson tekur í sama streng og Árni og Steinunn og segir það út í hött að tala um að það skorti pólitíska forystu. Hann segir það eðlilegt að ólíkar áherslur komi upp í kosningabandalagi þriggja ólíkra flokka en hingað til hafi tekist að vinna úr því. Hann segir enn fremur að það sé eðlilegt að Þórólfur Árnason borgarstjóri sigli lygnan sjó og taki ekki að sér afdráttarlausa forystu þar sem hann sé ráðinn til starfsins af Reykjavíkurlistanum. "Ef hann væri hins vegar kjörinn af fólkinu í kosningunum gæti staða hans auðveldlega breyst."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent