Lét hafið vinna fyrir sig 14. júní 2004 00:01 "Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira