Skemmtileg tilraunamennska 14. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Slipknot Nú eru liðin fimm ár síðan mér áskotnaðist kynningareintak af frumburði Slipknot. Tel mig hafa verið frekar heppinn að hafa kynnst tónlistinni á undan ímyndinni, gat þannig dæmt bandið á réttum forsendum. Vol. 3: (The Subliminal Verses) er þriðja plata sveitarinnar og er skref í rétt átt frá síðustu plötu, Iowa, sem var unnin með hraði og afraksturinn í takt við það. Ákveðið var að segja skilið við upptökustjórann Ross Robinson og fá meistara Rick Rubin í staðinn, sem hefur m.a. unnið með Slayer, Beastie Boys og AC/DC. Fyrsta lagið á Vol. 3 er gjörólíkt því sem hljómsveitin hefur gert áður og kemur skemmtilega á óvart. Í Three Nil er mikið um grindcore-keyrslu sem virkar ekki alveg á þann sem þetta skrifar enda alinn upp við sams konar tónlist frá Napalm Death og á Slipknot töluvert í land með að ná sambærilegum krafti. Trommarinn Joey Jordison sýnir þó snilldartakta undir lok lagsins - mikill snillingur þar á ferð. Flestir lesendur ættu að kannast við lagið Duality sem hefur hljómað títt á X-inu undanfarið og þó að lagið sé gott gefur það litla hugmynd um hvað er að gerast á plötunni. Hljóðfæraleikurinn er í alla staði mjög góður en átti ég þó von á öflugra sándi frá Rick Rubin, enda ekki þekktur fyrir annað. Það sem stendur upp úr er tilraunamennska Slipknot á Vol. 3, eitthvað sem sveitin hefur ekki leyft sér áður. Vermillion Pt. 2 er sterkt með kassagítarinn í aðalhlutverki og Danger - Keep Away endar plötuna á rólegu nótunum, ágætis tilbreyting frá keyrslunni. Slipknot nær ekki að fullkomna stíl sinn á þessari plötu en Vol. 3 lofar þó góðu fyrir það sem koma skal. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Slipknot Nú eru liðin fimm ár síðan mér áskotnaðist kynningareintak af frumburði Slipknot. Tel mig hafa verið frekar heppinn að hafa kynnst tónlistinni á undan ímyndinni, gat þannig dæmt bandið á réttum forsendum. Vol. 3: (The Subliminal Verses) er þriðja plata sveitarinnar og er skref í rétt átt frá síðustu plötu, Iowa, sem var unnin með hraði og afraksturinn í takt við það. Ákveðið var að segja skilið við upptökustjórann Ross Robinson og fá meistara Rick Rubin í staðinn, sem hefur m.a. unnið með Slayer, Beastie Boys og AC/DC. Fyrsta lagið á Vol. 3 er gjörólíkt því sem hljómsveitin hefur gert áður og kemur skemmtilega á óvart. Í Three Nil er mikið um grindcore-keyrslu sem virkar ekki alveg á þann sem þetta skrifar enda alinn upp við sams konar tónlist frá Napalm Death og á Slipknot töluvert í land með að ná sambærilegum krafti. Trommarinn Joey Jordison sýnir þó snilldartakta undir lok lagsins - mikill snillingur þar á ferð. Flestir lesendur ættu að kannast við lagið Duality sem hefur hljómað títt á X-inu undanfarið og þó að lagið sé gott gefur það litla hugmynd um hvað er að gerast á plötunni. Hljóðfæraleikurinn er í alla staði mjög góður en átti ég þó von á öflugra sándi frá Rick Rubin, enda ekki þekktur fyrir annað. Það sem stendur upp úr er tilraunamennska Slipknot á Vol. 3, eitthvað sem sveitin hefur ekki leyft sér áður. Vermillion Pt. 2 er sterkt með kassagítarinn í aðalhlutverki og Danger - Keep Away endar plötuna á rólegu nótunum, ágætis tilbreyting frá keyrslunni. Slipknot nær ekki að fullkomna stíl sinn á þessari plötu en Vol. 3 lofar þó góðu fyrir það sem koma skal.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið