Viðskipti erlent

Kreppa aftur skollin á í Japan

Samdráttur varð í landsframleiðslu Japans á fyrsta ársfjórðungi ársins upp á 0,9%. Mælt á milli ára er samdrátturinn 3,7%. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem samdráttur er í Japan og landið því opinberlega komið aftur í kreppu.

Viðskipti erlent

Geithner vill Strauss-Kahn strax úr embætti

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að Dominique Strauss-Kahn sé í engri stöðu til þess að gegna forstjóraembættinu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og að stjórn sjóðins eigi strax að ráða annan forstjóra tímabundið.

Viðskipti erlent

Google sækir sér fé

Bandaríska netfyrirtækið Google ætlar að sækja sér þrjá milljarða dala, jafnvirði 350 milljarða króna, með skuldabréfaútboði. Þetta er fyrsta skuldabréfaútboð fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Fylgjast grannt með íslensku efnahagslífi

Fjölmiðlar á Norðurlöndum og Bretlandi fylgjast enn grannt með íslensku efnahagslífi. Þannig greindu margir þeirra frá því að matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum sínum fyrir lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar.

Viðskipti erlent

Hlutir í gjaldþrota banka hækkuðu um 950%

Slagsmál tveggja danskra tískuhúsa um hinn gjaldþrota banka, Bonusbanken, í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa valdið því að hlutir í félaginu Holdingselskapet af 1958 hafa hækkað um 950% á einni viku. Þrotabúið er nær eina eign félagsins.

Viðskipti erlent

Þýska aflvélin keyrir áfram af fullum krafti

Landsframleiðsla Þýskalands jókst um 1,5% á fyrsta ársfjórðungi ársins m.v. fjórðunginn á undan. Ef miðað er við sama tímabil í fyrra er vöxturinn tæp 5% þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu. Þýska aflvélin á evrusvæðinu keyrir því áfram af fullum krafti þessa dagana.

Viðskipti erlent

Saab á leið í svaðið

Spyker eigandi sænska bílaframleiðendans Saab hefur tilkynnt að kínverskur stórfjárfestir hafi hætt við að setja nýtt fjármagn inn í Saab. Þar með virðast dagar Saab vera taldir.

Viðskipti erlent

Breski seðlabankinn spáir minni hagvexti á árinu

Verðbólga í Bretlandi verður líklega yfir markmiðum og hagvöxtur minni en áætlað var næstu tvö árin, samkvæmt ársfjórðungsspá Englandsbanka sem birt var í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir seðlabankastjóranum Mervyn King að horfur til skamms tíma hafi versnað frá því í febrúar.

Viðskipti erlent

Somaxon höfðar mál gegn Actavis

Bandariska lyfjafyrirtækið Somaxon Pharmaceuticals hefur höfðað dómsmál gegn Actavis vegna meintra brota gegn einkaleyfi. Málið snýst um umsókn Actavis um að framleiða samheitalyfsútgáfu og lyfinu Silenor sem notað er gegn svefnleysi.

Viðskipti erlent

Mærsk er kóngurinn í dönsku kauphöllinni

Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk skilaði rjómauppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung árins. Hagnaðurinn, eftir skatta, nam 6,35 milljörðum danskra kr. eða um 138 milljörðum kr. Hlutir í Mærsk hafa hækkað um rúmlega 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun og kosta nú 51.250 danskar kr. stykkið.

Viðskipti erlent

Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka

Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið.

Viðskipti erlent

Jackie Kennedy seld fyrir milljarða

Málverk Andy Warhol af Jacqueline Kennedy fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi fyrir rúmlega 20 milljónir dollara eða vel yfir tvo milljarða kr.

Viðskipti erlent

Tchenguiz ætlar í skaðabótamál við SFO

Vincent Tchenguiz ætlar í skaðabótamál gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) vegna húsleita og handtöku hans og bróður hans Roberts í mars s.l. Húsleitirnar og handtökunnar voru liður í umfangsmiklum aðgerðum SFO í samvinnu við Sérstakan saksóknara á Íslandi og eru hluti af rannsókn þessara aðila á Kaupþingi.

Viðskipti erlent

Dani græðir 60 milljarða á sölu Skype

Danski athafnamaðurinn Janus Friis mun fá tæpa 3 milljarða danskra kr. eða um 60 milljarða kr. út úr kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu Skype. Þetta skýrist af því að hann og sænskur félagi hans eiga ennþá 14% hlut í Skype.

Viðskipti erlent