Viðskipti erlent

Lánshæfi 34 ítalskra banka lækkað

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfi 34 ítalskra banka vegna slæmra framtíðarhorfa í landinu. Einkunnin lækkaði í janúar sl. um tvo flokka, úr A í BBB+ og því hefur einkunnin lækkað um þrjá flokka á skömmum tíma.

Viðskipti erlent

Aðalhagfræðingur: Grikkir munu svíkja gefin loforð

Grikkir munu ekki standa við neitt af þeim loforðum sem gefin verða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Um leið og þeir hafa fengið nýjasta neyðarlán sitt munu Grikkir steingleyma öllu sem þeir lofuðu um niðurskurð og sparnað í rekstri hins opinbera þar í landi.

Viðskipti erlent

Allt í hnút í Grikklandi

Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, tókst ekki að ná samkomulagi við forystumenn grískra stjórnmálaafla um aðgerðir í ríkisfjármálum, til þess að geta fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fundi í kvöld lauk án niðurstöðu, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Nemendur fengu allir spjaldtölvur

Danska sveitarfélagið Odder spjaldtölvuvæddi alla grunnskólanema og kennara. Kennslubækurnar settar beint inn á tölvurnar frá forlögum. Nemendurnir himinlifandi. Kennararnir segja þá einbeittari.

Viðskipti erlent

Rekstur Toyota gekk vonum framar

Rekstur japanska bílaframleiðandans Toyota gekk vonum fram á síðasta fjórðungi síðasta árs þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi dregist saman um 13,5 prósent miðað við sama tímabil árið á undan. Hagnaður Toyota var ríflega einn milljarður dala eða sem nemur 122 milljörðum króna. Búist hafði verið við því að hagnaðurinn myndi dragast meira saman en sú varð ekki raunin.

Viðskipti erlent

Mitt Romney kominn í bæinn

Mitt Romney, sem líklegur er sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember, er umdeildur í Bandaríkjunum. Ekki síst eru það afskipti hans af fjárfestingaverkefnum í gegnum félagið Bain Capital þar sem hann er enn meðal hluthafa.

Viðskipti erlent

Icelandair hækkaði um tæp 3 prósent

Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði um 2,83 prósent í dag og stendur gengið nú í 5,45. Eftir að fjárhagur Icelandair Group var endurskipulagður, og félagið skráð, þá var gengi bréfa 2,5. Markaðsvirði félagsins hefur því meira en tvöfaldast frá þeim tíma.

Viðskipti erlent

AGS hvetur Kínverja til aðgerða

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvetur Kínverja til þess að bregðast við merkjum um mögulegan efnahagssamdrátt í landinu á næstu mánuðum og árum. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal í dag.

Viðskipti erlent

Allt á fullu í Indónesíu

Hagvöxtur í Indónesíu mældist 6,5 prósent samkvæmt tölum sem hagstofa landsins birti í morgun. Þetta er mesti hagvöxtur í landinu síðan 1996, eða í fimmtán ár, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Gjaldþrot Grikklands virðist óumflýjanlegt

Gjaldþrot Grikklands virðist óumflýjanlegt en stjórnarflokkar landsins náðu ekki samkomulag um helgina um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að landið fái nýtt neyðarlán upp á 130 milljarða evra frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Viðskipti erlent

Evran tíu ára

Þann fyrsta janúar 2002 var ráðist í stærstu peningalegu aðgerð veraldarsögunnar. Þá var gjaldmiðlum tólf aðildarríkja Evrópusambandsins skipt út fyrir evruseðla og -myntir, og á aðeins örfáum dögum gjörbreyttist lífið í löndunum.

Viðskipti erlent

Líf þitt á Facebook verður að kvikmynd

Hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá mun Facebook skikka þig til að breyta síðunni þinni í svokallaða tímalínusíðu á næstu dögum eða vikum. Lítið hefur verið kvartað undan tímalínunni sem virðist nokkuð kærkomin viðbót við þetta stærsta samskiptanet allra tíma.

Viðskipti erlent

Bono meðal stórra hluthafa í Facebook

Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi upplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemur 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn af rekstrinum nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna.

Viðskipti erlent