Tónlist

Algjört prump

Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt.

Tónlist

Dj Jerry spilar

Plötusnúðurinn Dj Jerry þeytir skífum í jólapartíi á Barnum á laugardag. Dj Jerry er hluti af Kits-uné-útgáfunni sem sérhæfir sig í elektró- og danstónlist. Hann er fastaplötusnúður á Kitsuné-kvöldunum í París auk þess sem hann spilar á Boom Box-kvöldunum í London. Upphitun verður í höndum Dj Casanova og byrjar stuðið upp úr 23.00. Aðgangseyrir er enginn.

Tónlist

Árslistarnir að tínast til

Menningarsíðan Metacritic hefur tekið saman helstu árslista tónlistartímarita og vefmiðla yfir bestu plötur ársins 2006. Frumraun ensku strákanna í Arctic Monkeys er þar áberandi, en hún hlaut Mercury-verðlaunin sem besta plata ársins í september.

Tónlist

Árlegir tónleikar

Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna fara fram í Háskólabíói í áttunda skiptið 28. desember næstkomandi. Rjómi íslenskra tónlistarmanna leggur málefninu lið á ári hverju, en skipulagning hefur frá upphafi verið í höndum umboðsmanns Íslands, Einars Bárðarsonar. Allir tónlistarmenn og aðrir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína, en Háskólabíó leggur til húsnæðið.

Tónlist

Á stærstu tónlistarráðstefnu heims

Lay Low spilar í Cannes í Frakklandi á Midem 2007 sem er stærsta tónlistarráðstefnu heims. Var henni boðið að spila á um 1.000 manna tónleikum fyrir fagfólk úr tónlistargeiranum.

Tónlist

Undurfögur og heillandi

Skúli Sverrison er kannski ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en hann er svo sannarlega með þeim farsælustu. Samstarf við bæði Blonde Redhead og Laurie Anderson sanna það. Sería er fyrsta sólóbreiðskífa Skúla sem er gefin út hérlendis en hana er ákaflega erfitt að tengja við einhverja ákveðna tónlistarstefnu. Mætti þó kannski lýsa sem tregafullu avant-garde poppi.

Tónlist

Syngur í hálfleik

Tónlistarmaðurinn Prince mun koma fram í leikhléi á Super Bowl-úrslitaleiknum í bandarísku ruðningsdeildinni í Miami þann 4. febrúar. Prince hefur verið önnum kafinn að undanförnu við að troða upp í klúbbnum sínum 3121 í Rio í Las Vegas.

Tónlist

Tóku upp Heroin

Tveir meðlimir Weezer hafa tekið upp lagið Heroin eftir The Velvet Underground fyrir kvikmyndina Factory Girl. Um er að ræða gítarleikarann Brian Bell og trommarann Patrick Wilson.

Tónlist

Sungið á aðventu

Kammerkórinn Vox academica fagnaði tíu ára afmæli sínu í haust sem leið og af því tilefni verða árlegir aðventutónleikar kórsins með sérstökum hátíðablæ. Á tónleikum annað kvöld mun kórinn flytja verkin Magnificat eftir Johann Sebastian Bach og Messías eftir George Friedrich Händel.

Tónlist

Sorglegasta lagið

Samkvæm,t nýrri rannsókn er lag hljómsveitarinnar The Verve, The Drugs Don"t Work, líklegast til að kalla fram tár hjá fólki.

Tónlist

Útgáfu fagnað á Domo

Saxófónleikarinn Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika á Domo- bar í kvöld ásamt hljómsveit og fagnar þar útgáfu disksins Varps. Eru tónleikanir hluti af tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans sem nú hefur hreiðrað um sig á þessum öndvegis tónleikastað.

Tónlist

Rappkóngar Íslands

Forgotten Lores er búin að vera í fremstu röð í íslenska rappinu síðustu ár. Fyrsta platan þeirra, Týndi hlekkurinn, sem kom út fyrir þremur árum, er ein af bestu íslensku rappplötunum. Síðan hún kom út hefur sveitin vakið verðskuldaða athygli fyrir öfluga frammistöðu á sviði, m.a. á Air­waves, en á tónleikum koma þeir fram með fullmannaða hljómsveit (FL Group).

Tónlist

Óborganlegir textar

Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög.

Tónlist

Úrkynjuð aðventa

Tónleikar, bókmenntavaka og almenn aðventugleði verður á ölkránni Grand rokk kl. 21 í kvöld en þar leiða saman hross sín máttug öfl úr íslensku menningarlífi og keyra saman kollum svo úr verður enn einn mikill og mikilfenglegur listfengur áreksturinn. Fram koma hljómsveitirnar Reykjavík! og Skakkamanage ásamt Pétri Ben, Mr. Sillu & Mongoose og mögulega FM Belfast.

Tónlist

Hlið hugleiðslunnar

Andakt tónlistar er flestum kunn, hljómarnir í kórnum, söngur í kirkjunni. Vaxandi geiri í vestrænni tónlist dregur dám af helgi tónlistar í ýmsum öðrum trúarbrögðum og hvarflar síðan aftur í forna kirkjulega tónlist Evrópu.

Tónlist

Gunnar sækir á nýjar lendur

Það stefnir í nýjan flutning á Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar á mánudagskvöld í Grafarvogskirkju. Diskur með verkinu er kominn út á kostnað höfundar og á jóladag verður ríkissjónvarpið með verkið á dagskrá. Brynjólfsmessan er stórt verk. Það er helgað minni Brynjólfs biskups og er önnur tilraun Gunnars til að takast á við stór form tónverka.

Tónlist

Fyrsta platan í 33 ár

Hljómsveitin fornfræga, The Stooges, ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í 33 ár, þann 20. mars á næsta ári. Mun hún fylgja henni eftir með tónleikaferð um heiminn.

Tónlist

Kraftur í doktornum

Hljómsveitin Dr. Spock verður ekki sökuð um að hafa slegið slöku við á tónleikum sínum í Kaupmannahöfn á föstudag. Krafturinn sem býr í bandinu flæddi óbeislaður út úr hátölurunum og dundi á eyrum tónleikagesta.

Tónlist

Unnið gegn jólastressinu

Það verður rólegheitastemning í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld en þar verður boðið upp á ókeypis tónleika í jólaamstrinu. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Jólasöngvar“ en skipuleggjandi þeirra, Antonía Hevesi, hefur staðið að sambærilegum jólatónleikum fyrir jólin síðan hún hóf störf sem organisti við kirkjuna. Antonía hættir sem organisti um áramótin og eru þetta því síðustu „Jólasöngvar“ hennar að sinni.

Tónlist

Tónlistarmenn sækja fram

Forystusveit íslenskra tónlistarmanna kallar eftir hugmyndum um heiti á hátíðisdegi sem helgaður verði íslenskri tónlist. Þeir vilja hefja til vegs íslenskt tónlistarsumar og nýta þessi tímamörk til frekari sóknar íslenskra tónlistarmanna heima og erlendis.

Tónlist

Tónleikaferð lokið

Hljómsveitin U2 lauk nýverið Vertigo-tónleikaferðalagi sínu um heiminn með vel heppnuðum tónleikum á Hawaii. Sérstakir gestir sveitarinnar voru Billy Joe Armstrong úr Green Day og rokksveitin Pearl Jam.

Tónlist

Söngvar Ragnheiðar og Hauks

Ragnheiður Gröndal er raddfögur kona. Hún hefur á síðustu misserum átt nokkra merkilega ópusa á diskum, raunar báða eftir Megas. Nú hefur hún sent frá sér metnaðarfullt verk sem kenna ætti við þau systkinin, hana og Hauk, sem syngur ekki síður í þessu safni þjóðlaga en hún, á klarinett og bassetthorn. 12 tónar gefa safnið nýja út. Þar útsetja systkinin með Huga Guðmundssyni tónskáldi þekkt íslensk lög.

Tónlist

Skammtur af Degi

Hljómdiskurinn Dauðaskammtur sem er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurðarsonar hefur nú verið endurútgefinn hjá forlaginu Smekkleysu. Dauðaskammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túnglskinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma.

Tónlist

Seinustu á árinu

Hljómsveitin Ghost-igital, sem var nýverið tilefnd til þrennra íslenskra tónlistarverðlauna, heldur tónleika á Sirkus á miðvikudag.

Tónlist

Rokkplata ársins?

Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier.

Tónlist

Raggi Bjarna á jólaplötu Brooklyn Fæv

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Brooklyn Fæv, Góð jól, er komin út. Á plötunni eru þekktir jólasmellir sem Brooklyn Fæv gera að sínum með rödduðum söng án undirleiks. Íslenskir textar hafa verið gerðir við nokkur af eldri lögunum og á Bragi Valdimar Skúlason heiðurinn af þeim.

Tónlist

Plata Dylans valin best

Fyrsta plata Bob Dylan í fimm ár, Modern Times, er besta plata ársins að mati tónlistartímaritsins Rolling Stone.

Tónlist