Íslenski boltinn Lofar æðislegum leik „Mér líður bara æðislega og við erum búnir að stefna að þessu síðasta mánuðinn. Við erum statt og stöðugt búnir að stefna að því að koma okkur á Laugardalsvöllinn,“ segir Hermann Hreiðarsson þjálfari HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli á morgun. Sæti í Bestudeildinni er undir. Íslenski boltinn 26.9.2025 17:02 Arnar ekki áfram með Fylki Ekki verður framhald á samstarfi Arnars Grétarssonar og Fylkis. Hann stýrði liðinu seinni hluta tímabilsins. Íslenski boltinn 26.9.2025 13:33 Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Það voru skoruð mögnuð mörk í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld og nóg um að vera. Stjarnan frestaði Íslandsmeistarafögnuði Breiðabliks, Þróttur var 2-1 undir gegn Víkingi í uppbótartíma en vann, FH og Valur skildu jöfn og Þór/KA tryggði sæti sitt. Íslenski boltinn 26.9.2025 09:02 Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Elín var sárþjáð og fór af velli með sjúkrabíl. Íslenski boltinn 25.9.2025 22:04 Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Þór/KA vann þægilegan Sigur á Tindastól 3-0 í Bestu deild kvenna. Leikið var á Boganum á Akureyri í kvöld. Íslenski boltinn 25.9.2025 21:30 Úr svartnætti í sólarljós Þróttur sigraði Víking 3-2 í þvílíkri dramatík í Laugardalnum í kvöld. Þróttur sem var einum manni færri og einu marki undir, tókst að skora tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Þjálfari Þróttara var eðlilega sáttur eftir leik. Íslenski boltinn 25.9.2025 21:01 „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Breiðablik var yfir í hálfleik en tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni eftir að hafa misst miðvörðinn Elínu Helenu Karlsdóttur út af vegna meiðsla. Íslenski boltinn 25.9.2025 20:35 Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Það var dramatík í Laugardalnum þegar Þróttur Reykjavík sigraði Víking 3-2 í efri hluta Bestu deildar kvenna í kvöld. Kayla Rollins skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði Þrótti þrjú mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti. Íslenski boltinn 25.9.2025 20:30 Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli FH og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna. Jafnteflið veitir Blikum tækifæri á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Íslenski boltinn 25.9.2025 19:00 Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals. Íslenski boltinn 25.9.2025 18:47 Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Galdur Guðmundsson, leikmaður KR, er frá út leiktíðina vegna lærameiðsla. KR er í harðri fallbaráttu og verður án krafta unga mannsins sem var keyptur frá Danmörku í sumar. Íslenski boltinn 25.9.2025 17:45 Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Breiðablik tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni í 19. umferð Bestu deildar kvenna þrátt fyrir að hafa komist yfir. Stjarnan tók algjörlega yfir í seinni hálfleik og átti sigurinn skilið. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks verður því að bíða. Íslenski boltinn 25.9.2025 17:15 Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli allt tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið gæti mögulega tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Íslenski boltinn 25.9.2025 11:00 Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir kveðst hvergi nærri hætt en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna og varð um helgina markahæst í sögu Breiðabliks. Hún bankar hressilega á dyrnar hjá landsliðinu með framgöngu sinni í sumar. Íslenski boltinn 25.9.2025 08:02 Botnslagurinn færður Leikur ÍA og KR í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla hefur verið færður yfir á laugardaginn 27. september. Íslenski boltinn 24.9.2025 17:31 Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Í anda Ballon d'Or verðlaunahátíðarinnar á mánudag völdu sérfræðingar Stúkunnar bestu leikmenn Bestu deildar karla í ár. Þeir voru sammála um hver verðskuldaði „Gullboltann“ hér á landi. Íslenski boltinn 24.9.2025 12:00 Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Rúnar Már Sigurjónsson og Amic Cosic missa af fallbaráttuslag ÍA og KR í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Alls voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann þegar Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands kom saman í ag. Íslenski boltinn 23.9.2025 19:17 Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Eins og í fyrra hafa KA-menn orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Innkoma Birnis Snæs Ingason hefur góð áhrif á lið KA. Íslenski boltinn 23.9.2025 13:45 Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sérfræðingar Stúkunnar eiga erfitt með að sjá KR koma sér upp úr fallsæti og finnst líklegt að liðið falli í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan 1977. Íslenski boltinn 23.9.2025 11:01 Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Íslenski boltinn 23.9.2025 08:32 Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Þóroddur Hjaltalín, fyrrverandi dómari og starfsmaður á innanlandssviði Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að vítaspyrnan sem Víkingur fékk í 2-1 sigri sínum á Fram í Bestu deild karla hefði ekki átt að standa. Íslenski boltinn 22.9.2025 23:31 Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ „Þetta var mjög súrt sko. Fannst við koma á Hlíðarenda og taka frumkvæðið. Hefði viljað fá meira úr fyrri hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði og markaskorari Breiðabliks, við Gunnlaug Jónsson eftir að hans menn gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í sannkölluðum stórleik í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22.9.2025 21:36 Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Tryggvi Hrafn Haraldsson reyndist hetja Vals er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í stórleik Vals og Breiðabliks í efri hluta Bestu-deildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 22.9.2025 18:33 Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð er ÍA komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, hefur notað sama byrjunarliðið í öllum þessum þremur leikjum. Íslenski boltinn 22.9.2025 15:00 Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Ellefu mörk voru skoruð í fjórum leikjum í Bestu deild karla í gær. Vítaspyrna sem Víkingur fékk gegn Fram var umtöluð. Íslenski boltinn 22.9.2025 10:47 „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. Íslenski boltinn 21.9.2025 21:59 „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. Íslenski boltinn 21.9.2025 21:50 „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. Íslenski boltinn 21.9.2025 20:00 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. Íslenski boltinn 21.9.2025 20:00 Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. Íslenski boltinn 21.9.2025 18:32 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Lofar æðislegum leik „Mér líður bara æðislega og við erum búnir að stefna að þessu síðasta mánuðinn. Við erum statt og stöðugt búnir að stefna að því að koma okkur á Laugardalsvöllinn,“ segir Hermann Hreiðarsson þjálfari HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli á morgun. Sæti í Bestudeildinni er undir. Íslenski boltinn 26.9.2025 17:02
Arnar ekki áfram með Fylki Ekki verður framhald á samstarfi Arnars Grétarssonar og Fylkis. Hann stýrði liðinu seinni hluta tímabilsins. Íslenski boltinn 26.9.2025 13:33
Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Það voru skoruð mögnuð mörk í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld og nóg um að vera. Stjarnan frestaði Íslandsmeistarafögnuði Breiðabliks, Þróttur var 2-1 undir gegn Víkingi í uppbótartíma en vann, FH og Valur skildu jöfn og Þór/KA tryggði sæti sitt. Íslenski boltinn 26.9.2025 09:02
Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Elín var sárþjáð og fór af velli með sjúkrabíl. Íslenski boltinn 25.9.2025 22:04
Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Þór/KA vann þægilegan Sigur á Tindastól 3-0 í Bestu deild kvenna. Leikið var á Boganum á Akureyri í kvöld. Íslenski boltinn 25.9.2025 21:30
Úr svartnætti í sólarljós Þróttur sigraði Víking 3-2 í þvílíkri dramatík í Laugardalnum í kvöld. Þróttur sem var einum manni færri og einu marki undir, tókst að skora tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Þjálfari Þróttara var eðlilega sáttur eftir leik. Íslenski boltinn 25.9.2025 21:01
„Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Breiðablik var yfir í hálfleik en tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni eftir að hafa misst miðvörðinn Elínu Helenu Karlsdóttur út af vegna meiðsla. Íslenski boltinn 25.9.2025 20:35
Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Það var dramatík í Laugardalnum þegar Þróttur Reykjavík sigraði Víking 3-2 í efri hluta Bestu deildar kvenna í kvöld. Kayla Rollins skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði Þrótti þrjú mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti. Íslenski boltinn 25.9.2025 20:30
Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli FH og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna. Jafnteflið veitir Blikum tækifæri á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Íslenski boltinn 25.9.2025 19:00
Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals. Íslenski boltinn 25.9.2025 18:47
Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Galdur Guðmundsson, leikmaður KR, er frá út leiktíðina vegna lærameiðsla. KR er í harðri fallbaráttu og verður án krafta unga mannsins sem var keyptur frá Danmörku í sumar. Íslenski boltinn 25.9.2025 17:45
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Breiðablik tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni í 19. umferð Bestu deildar kvenna þrátt fyrir að hafa komist yfir. Stjarnan tók algjörlega yfir í seinni hálfleik og átti sigurinn skilið. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks verður því að bíða. Íslenski boltinn 25.9.2025 17:15
Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli allt tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið gæti mögulega tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Íslenski boltinn 25.9.2025 11:00
Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir kveðst hvergi nærri hætt en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna og varð um helgina markahæst í sögu Breiðabliks. Hún bankar hressilega á dyrnar hjá landsliðinu með framgöngu sinni í sumar. Íslenski boltinn 25.9.2025 08:02
Botnslagurinn færður Leikur ÍA og KR í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla hefur verið færður yfir á laugardaginn 27. september. Íslenski boltinn 24.9.2025 17:31
Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Í anda Ballon d'Or verðlaunahátíðarinnar á mánudag völdu sérfræðingar Stúkunnar bestu leikmenn Bestu deildar karla í ár. Þeir voru sammála um hver verðskuldaði „Gullboltann“ hér á landi. Íslenski boltinn 24.9.2025 12:00
Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Rúnar Már Sigurjónsson og Amic Cosic missa af fallbaráttuslag ÍA og KR í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Alls voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann þegar Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands kom saman í ag. Íslenski boltinn 23.9.2025 19:17
Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Eins og í fyrra hafa KA-menn orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Innkoma Birnis Snæs Ingason hefur góð áhrif á lið KA. Íslenski boltinn 23.9.2025 13:45
Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sérfræðingar Stúkunnar eiga erfitt með að sjá KR koma sér upp úr fallsæti og finnst líklegt að liðið falli í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan 1977. Íslenski boltinn 23.9.2025 11:01
Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Íslenski boltinn 23.9.2025 08:32
Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Þóroddur Hjaltalín, fyrrverandi dómari og starfsmaður á innanlandssviði Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að vítaspyrnan sem Víkingur fékk í 2-1 sigri sínum á Fram í Bestu deild karla hefði ekki átt að standa. Íslenski boltinn 22.9.2025 23:31
Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ „Þetta var mjög súrt sko. Fannst við koma á Hlíðarenda og taka frumkvæðið. Hefði viljað fá meira úr fyrri hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði og markaskorari Breiðabliks, við Gunnlaug Jónsson eftir að hans menn gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í sannkölluðum stórleik í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22.9.2025 21:36
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Tryggvi Hrafn Haraldsson reyndist hetja Vals er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í stórleik Vals og Breiðabliks í efri hluta Bestu-deildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 22.9.2025 18:33
Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð er ÍA komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, hefur notað sama byrjunarliðið í öllum þessum þremur leikjum. Íslenski boltinn 22.9.2025 15:00
Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Ellefu mörk voru skoruð í fjórum leikjum í Bestu deild karla í gær. Vítaspyrna sem Víkingur fékk gegn Fram var umtöluð. Íslenski boltinn 22.9.2025 10:47
„Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. Íslenski boltinn 21.9.2025 21:59
„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. Íslenski boltinn 21.9.2025 21:50
„Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. Íslenski boltinn 21.9.2025 20:00
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. Íslenski boltinn 21.9.2025 20:00
Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. Íslenski boltinn 21.9.2025 18:32