„Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Arnór Ingvi Traustason hefur bundið enda á tólf ára atvinnumannaferil og er snúinn heim til Íslands til að spila með KR. Hann hefur tengingu við félagið og ætlar sér stóra hluti. Íslenski boltinn 24.12.2025 08:01
Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Arnór Ingvi Traustason segir ekkert til í sögum um að hann og Elías Már Ómarsson hafi viljað fara saman heim til Keflavíkur og spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Arnór samdi við KR en Elías við Víking. Íslenski boltinn 23.12.2025 13:33
Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Knattspyrnusamband Íslands taldi ástæðu fyrir því að útskýra betur starfsmannahald sambandsins í frétt á heimasíðu þess. Þar kemur í ljós að Ísland er nálægt botninum þegar kemur að evrópsku knattspyrnusamböndunum. Íslenski boltinn 22.12.2025 13:32
Segir fjórðung í bók Óla ósannan Enski framherjinn Gary Martin, sem lék undir stjórn Ólafs Jóhannessonar um skamma hríð hjá Val hér á landi, skaut létt á fyrrum stjóra sinn á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði þá fengið nýútgefna bók um Óla í hendurnar. Íslenski boltinn 19.12.2025 07:03
Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Víkingar fara í úrslit á Bose-mótinu annað árið í röð eftir góðan 4-1 sigur á Fylki í kvöld. Íslenski boltinn 17.12.2025 19:05
„Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Einn dáðasti sonur Fylkis og annar af fyrirliðum liðsins síðustu ár, Ásgeir Eyþórsson, hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Íslenski boltinn 15.12.2025 22:23
Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Fjölnir og Fram gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, í Egilshöll í kvöld. Íslenski boltinn 15.12.2025 21:54
Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik ÍA og Stjarnan fögnuðu sigri í leikjum dagsins í Bose-bikarnum í fótbolta. Íslenski boltinn 13.12.2025 18:03
Axel verður áfram hjá Aftureldingu Axel Óskar Andrésson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu um tvö ár til viðbótar og verður leikmaður liðsins í Lengjudeildinni á næsta ári. Íslenski boltinn 12.12.2025 15:41
Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Kári Kristjánsson er orðinn leikmaður FH og gerir hann fjögurra ára samning í Hafnarfirði. Hann gengur til liðs við félagið frá Lengjudeildarliði Þróttar Reykjavíkur. Íslenski boltinn 12.12.2025 13:24
„Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Margt hefur breyst á stuttum tíma hjá Íslandsmeisturum Víkings eins og kemur fram í nýju viðtali við markahæsta leikmann félagsins frá upphafi. Íslenski boltinn 12.12.2025 10:30
Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Það kom Fanndísi Friðriksdóttur á óvart að vera ekki boðinn nýr samningur hjá kvennaliði Vals í fótbolta. Hún er ekki sátt með viðskilnaðinn við félagið og segir nýafstaðið tímabil hafa verið skrýtið og taktlaust. Íslenski boltinn 12.12.2025 10:01
Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Eftir sigursæla tíma eru það ekki titlarnir sem standa upp úr hjá henni, heldur fólkið sem hún deildi vegferðinni með. Íslenski boltinn 12.12.2025 08:02
Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld, í fyrsta leik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga og hinn 16 ára Þorri Ingólfsson var aftur á skotskónum. Íslenski boltinn 11.12.2025 19:01
Frá Akureyri til Danmerkur Bjarni Aðalsteinsson yfirgefur herbúðir KA á Akureyri til að spila í dönsku C-deildinni. Þetta tilkynnti Akureyrarliðið í dag. Íslenski boltinn 11.12.2025 16:15
Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Það var ekki nóg að skora 23 mörk í Bestu deildinni til þess að komast í íslenska landsliðið og markmið markadrottningarinnar varð því að engu. Íslenski boltinn 11.12.2025 09:33
Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Knattspyrnudeild Vals er sú eina í höfuðborginni sem ekki hefur teflt fram liði í fyrri hluta Reykjavíkurmóts 2. flokks karla nú í nóvember og desember. Yfirþjálfari segir ákvörðunina hafa verið tekna í ágúst. Íslenski boltinn 11.12.2025 09:03
Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson heldur á nýju ári á Akureyri til að spila með uppeldisfélagi sínu Þór eftir tólf farsæl ár með KR. Hann kveður Vesturbæinn ekki síður með söknuði en félagið. Íslenski boltinn 11.12.2025 08:00
Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Hinn 24 ára gamli markvörður Darri Bergmann Gylfason er genginn í raðir Stjörnunnar. Hann gæti því farið frá því að spila í 3. deild síðustu ár í að spila í Evrópukeppni næsta sumar. Íslenski boltinn 10.12.2025 14:13
„Ég var orðinn algjörlega bugaður“ KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) og SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar. Íslenski boltinn 10.12.2025 08:01
Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Kantmaðurinn Jónatan Ingi Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val út tímabilið 2029. Íslenski boltinn 8.12.2025 20:33
Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Ólafur Jóhannesson, margfaldur meistaraþjálfari og guðfaðir gullaldarliðs FH-inga, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun síns gamla félags að láta Heimi Guðjónsson fara og ráða frekar Jóhannes Karl Guðjónsson í starfið. Íslenski boltinn 8.12.2025 09:38
„Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Samantha Smith, ein allra besta knattspyrnukona hér á landi síðustu ár, hefur nú kvatt landið en kveðst að eilífu verða þakklát fyrir tíma sinn hér. Íslenski boltinn 7.12.2025 22:22
Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Hinn 16 ára gamli Þorri Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings unnu ÍA, 5-3, í fyrsta leik Bose-mótsins í fótbolta. Íslenski boltinn 6.12.2025 15:40