Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr. Íslenski boltinn 21.7.2025 08:02
„Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var sáttur með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn Val í toppslag Bestu deildarinnar í kvöld. Þrjú lið eru nú jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar og allt stefnir í æsispennandi toppbaráttu. Íslenski boltinn 20.7.2025 22:27
„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Íslenski boltinn 20.7.2025 21:47
Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn 20.7.2025 18:31
Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Amin Cosic skoraði eina mark Njarðvíkur í 1-0 útsigri á Fylki í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Cosic kveður því með stæl en hann er að ganga til liðs við KR sem leikur í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 18.7.2025 21:19
Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Nýliðar Aftureldingar hafa staðið sig með prýði það sem af er tímabili í Bestu deild karla í fótbolta. Betur má þó ef duga skal. Íslenski boltinn 18.7.2025 17:31
Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Víkingur hefur endurkallað Daða Berg Jónsson úr láni frá Vestra. Daði hefur verið einn besti leikmaður Vestra á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deildinni í sumar. Hann spilar með toppliði deildarinnar það sem eftir lifir tímabils en missir af bikarúrslitaleiknum með Vestra. Íslenski boltinn 18.7.2025 14:36
Birnir Snær genginn til liðs við KA Birnir Snær Ingason er genginn til liðs við KA í Bestu deild karla, hann kemur til liðsins frá Halmstad í Svíþjóð. Íslenski boltinn 18.7.2025 09:19
„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. Íslenski boltinn 17.7.2025 23:10
„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. Íslenski boltinn 17.7.2025 22:24
Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla. Íslenski boltinn 17.7.2025 18:31
Jón Páll aðstoðar Einar Jón Páll Pálmason verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni og mun starfa samhliða Einari Guðnasyni sem tók við aðalþjálfarastöðunni á dögunum. Íslenski boltinn 17.7.2025 15:03
Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. Íslenski boltinn 17.7.2025 13:46
Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið FHL heldur áfram að styrkja liðið sitt fyrir baráttuna um halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 17.7.2025 10:30
Elvis snúinn aftur Elvis Bwonomo er mættur aftur til Vestmannaeyja og búinn að skrifa undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið. Íslenski boltinn 15.7.2025 16:12
KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar KR-ingar töpuðu 1-0 upp á Akranesi í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi og eru nú aðeins einu stigi frá fallsæti. Íslenski boltinn 15.7.2025 12:01
Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Eyjamenn og Skagamenn náðu í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í fótbolta í gær og settu enn meiri spennu inn í fallbaráttu deildarinnar. Nú má sjá mikilvægu sigurmörkin hér á Vísi. Íslenski boltinn 15.7.2025 09:01
Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum ÍA tóku á móti KR í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í kvöld og höfðu betur í hörkuleik sem lauk með 1-0 sigri heimamanna. Með sigrinum náðu Skagamenn að hefna fyrir 5-0 rasskellingu í fyrri viðurreign liðanna. Íslenski boltinn 14.7.2025 18:32
Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn ÍBV fékk Stjörnuna í heimsókn í dag í Bestu deild karla. Þeir unnu leikinn 1-0, bráðnauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn, sem koma sér þrem stigum frá fallsæti. Íslenski boltinn 14.7.2025 17:47
Árni farinn frá Fylki Árni Freyr Guðnason er hættur störfum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Árangur Fylkismanna hefur verið langt undir væntingum og liðið er rétt ofan við fallsvæðið. Íslenski boltinn 14.7.2025 15:32
„Mikið undir fyrir bæði lið“ Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 14.7.2025 14:16
FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Botnlið Bestu deildar kvenna í fótbolta hefur styrkt sig fyrir lokabaráttuna fyrir tilverurétti í deildinni. Íslenski boltinn 14.7.2025 10:32
Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 14.7.2025 08:45
Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sigurður Egill Lárusson er orðinn leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild. Nú eru þau systkinin bæði leikjahæst hjá félaginu. Íslenski boltinn 14.7.2025 07:31
Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13.7.2025 15:17