Erlent

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.

Erlent

Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn og aftur

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl.

Erlent

Segir Rússa tilbúna í átök

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands.

Erlent

Fyrrverandi prestur sakfelldur fyrir barnaníð í Tímor-Leste

Fyrrverandi prestur frá Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Tímor-Leste fyrir barnaníð. Hinn 84 ára gamli Richard Daschbach, sem hefur búið í Asíuríkinu í áratugi og unnið við trúboð var dæmdur fyrir barnaníð, barnaklám og heimilisofbeldi.

Erlent

Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum

73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan.

Erlent

Þrír dauða­dæmdir fangar teknir af lífi í Japan

Þrír dauðadæmdir fangar hafa verið teknir af lífi í Japan og er um að ræða fyrstu aftökurnar í landinu frá í desember 2019. Japan er í hópi fárra iðnríka, auk Bandaríkjunum, þar sem enn er notast við dauðarefsingar.

Erlent

Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens

Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt.

Erlent

Vara við því að milljón af­gönsk börn deyi úr hungri í vetur

Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði.

Erlent

Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið

Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist.

Erlent