Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ingvi Þór Sæmundsson og Tinni Sveinsson skrifa 22. nóvember 2019 11:15 Íslensku strákarnir mæta Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars 2020. Vísir/Daníel Þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00