Umfjöllun og viðtöl: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júní 2019 21:45 Lennon skoraði þrennu. vísir/daníel þór FH tók á móti Grindavík í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það er óhætt að segja að það hafi rignt mörkin í Kaplakrika en FH vann stórsigur á gestunum, 7-1. FH voru ákveðnari og sterkari til að byrja með en fyrsta færi leiksins kom á 5.mínútu þegar Steven Lennon átti skot að marki Grindavíkur úr mjög þröngu færi og Vladan Djogatovic í marki gestanna varði auðveldlega. FH braut ísinn á 20.mínútu þegar bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson skoraði eftir góðan sókn FH-inga. Jónatan Ingi Jónsson gaf boltann yfir á fjær þar sem Halldór Orri Björnsson skallaði boltann niður fyrir Hjört Loga sem skoraði með góðu skoti í hornið fjær. Heimamenn héldu áfram að keyra á gestina og voru fljótir að bæta við öðru markinu en það kom á 25.mínútu þegar þeir áttu frábæra skyndisókn. Brynjar Ásgeir keyrði með boltann upp hægri kantinn og gaf fyrir á Lennon sem var einn og óvaldaður í teignum og hann átti ekki í neinum vandræðum með að skora. Það var svo á 30.mínútu sem að leikurinn var svo gott sem búinn en þá varði Vladimir Tufegdzic boltann á marklínu með hendinni og víti dæmt á Tufegdzic og uppskar hann einnig rautt spjald fyrir. Lennon fór á punktinn og skoraði. 3 mínútum seinna skoraði Halldór Orri fjórða mark FH með frábæru skoti. Þeir bættu við fimmta markinu rétt fyrir hálfleik en þá kom þrennan hjá Lennon eftir frábæran undirbúning hjá Brynjari og Halldóri Orra. Staðan í hálfleiknum 5-0 og engin spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Það gerðist ekki mikið til að byrja með í seinni hálfleiknum en Pétur Viðarsson skoraði sjötta mark FH með góðum skalla á 65.mínútu. Gestirnir klóruðu í bakkann með marki eftir hornspyrnu á 82.mínútu þegar Marc Mcausland skallaði boltann í markið. Brynjar Ásgeir Guðmundsson skoraði síðan síðasta mark FH eftir stórkostlegan sprett hjá varamanninum Jákup Thomsen og um leið og markið kom flautaði Sigurður Hjörtur Þrastarson leikinn af! 7-1 lokastaðan og frábær sigur FH í kvöld.Hjörtur Logi kom FH á bragðið.vísir/daníel þórAf hverju vann FH?Þeir voru einfaldlega mikið betra liðið í kvöld. Þeir sýndu gæði sín og keyrðu yfir gestina eftir að þeir misstu mann af velli með rautt spjald.Hverjir stóðu upp úr?Það er hægt að nefna marga í FH liðinu en maður leiksins var klárlega Steven Lennon, hann skoraði þrennu og bætti við það einni stoðsendingu. Brynjar Ásgeir Guðmundsson var einnig mjög góður í kvöld en hann kórónaði góðan leik sinn með marki í lokin.Hvað gekk illa?Það gekk bara allt illa hjá Grindavík í kvöld. Þeir héldu stöðunni í 0-0 í 20 mínútur en eftir það var allt á afturfótunum hjá gestunum. FH sundurspilaði þá og sóknin var lömuð eftir að Vladimir Tufegdzic fékk rautt spjald.Hvað gerist næst?FH er komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum en dregið verður í undanúrslitin í hádeginu á mánudaginn. Þeir mæta síðan Grindavík aftur næstkomandi mánudag þegar liðin mætast í Grindavík í Pepsi Max deildinni. Ólafur var sáttur með sigurinn og frammistöðu sinna manna.vísir/daníel þórÓlafur: Getum ekki búist við gjafaborði á mánudaginnÓlafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.” Óli gerði 4 breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.” Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.” Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,” sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.Túfa tók tapið á sig.vísir/daníel þórTúfa: Vorum ekki sjálfum okkur líkirSrdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Eftir tapið er þeirra þáttöku í bikarnum lokið í ár. Hann sagðist vera ábyrgur fyrir tapinu og tók það á sig. „Er það ekki alltaf þjálfarinn þegar maður tapar svona stórt? Mér fannst við einhvern veginn aldrei vera almennilega tilbúnir í þennan leik bæði í upphitun og í byrjun leiks erum við ekkert líkir sjálfum okkur.” „Við erum langt frá mönnum, vinnum engin návígi, töpum seinni bolta og þegar þú mætir svona gegn FH þá endar það illa.” Túfa viðurkenndi það að þetta var orðin helvíti brött brekka eftir að þeir misstu mann af velli eftir aðeins hálftíma leik. „Rosalega erfitt. Fáum þrefalda refsingu, leikmann útaf og mark á sig. Það var mjög erfitt að fara inn í hálfleikinn í þessari stöðu en mínir menn sýndu karakter í seinni hálfleik og við gáfumst aldrei upp og reyndum að sýna okkar leik.” Grindavík mætir FH aftur næstkomandi mánudag. Túfa sagði að það verður allt annar leikur. „Ég vona að þetta verði öðruvísi. Við þurfum að setjast niður á morgun og fara yfir þennan leik og sjá af hverju við vorum ekki líkir sjálfum okkur og hvað klikkaði.” Túfa sagði að lokum að þeir verða að finna liðsstyrk í júlí til að breikka hópinn ef þeir ætla ná að halda sér uppi í Pepsi Max deildinni. „Við verðum að finna leikmenn í júlí og bæta hópinn. Við erum búnir að missa marga frá því í fyrra og erum að missa leikmenn núna. Við þurfum að stækka hópinn og stuða hann fyrir þá baráttu sem er framundan,” sagði Túfa að lokum. Mjólkurbikarinn
FH tók á móti Grindavík í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það er óhætt að segja að það hafi rignt mörkin í Kaplakrika en FH vann stórsigur á gestunum, 7-1. FH voru ákveðnari og sterkari til að byrja með en fyrsta færi leiksins kom á 5.mínútu þegar Steven Lennon átti skot að marki Grindavíkur úr mjög þröngu færi og Vladan Djogatovic í marki gestanna varði auðveldlega. FH braut ísinn á 20.mínútu þegar bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson skoraði eftir góðan sókn FH-inga. Jónatan Ingi Jónsson gaf boltann yfir á fjær þar sem Halldór Orri Björnsson skallaði boltann niður fyrir Hjört Loga sem skoraði með góðu skoti í hornið fjær. Heimamenn héldu áfram að keyra á gestina og voru fljótir að bæta við öðru markinu en það kom á 25.mínútu þegar þeir áttu frábæra skyndisókn. Brynjar Ásgeir keyrði með boltann upp hægri kantinn og gaf fyrir á Lennon sem var einn og óvaldaður í teignum og hann átti ekki í neinum vandræðum með að skora. Það var svo á 30.mínútu sem að leikurinn var svo gott sem búinn en þá varði Vladimir Tufegdzic boltann á marklínu með hendinni og víti dæmt á Tufegdzic og uppskar hann einnig rautt spjald fyrir. Lennon fór á punktinn og skoraði. 3 mínútum seinna skoraði Halldór Orri fjórða mark FH með frábæru skoti. Þeir bættu við fimmta markinu rétt fyrir hálfleik en þá kom þrennan hjá Lennon eftir frábæran undirbúning hjá Brynjari og Halldóri Orra. Staðan í hálfleiknum 5-0 og engin spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Það gerðist ekki mikið til að byrja með í seinni hálfleiknum en Pétur Viðarsson skoraði sjötta mark FH með góðum skalla á 65.mínútu. Gestirnir klóruðu í bakkann með marki eftir hornspyrnu á 82.mínútu þegar Marc Mcausland skallaði boltann í markið. Brynjar Ásgeir Guðmundsson skoraði síðan síðasta mark FH eftir stórkostlegan sprett hjá varamanninum Jákup Thomsen og um leið og markið kom flautaði Sigurður Hjörtur Þrastarson leikinn af! 7-1 lokastaðan og frábær sigur FH í kvöld.Hjörtur Logi kom FH á bragðið.vísir/daníel þórAf hverju vann FH?Þeir voru einfaldlega mikið betra liðið í kvöld. Þeir sýndu gæði sín og keyrðu yfir gestina eftir að þeir misstu mann af velli með rautt spjald.Hverjir stóðu upp úr?Það er hægt að nefna marga í FH liðinu en maður leiksins var klárlega Steven Lennon, hann skoraði þrennu og bætti við það einni stoðsendingu. Brynjar Ásgeir Guðmundsson var einnig mjög góður í kvöld en hann kórónaði góðan leik sinn með marki í lokin.Hvað gekk illa?Það gekk bara allt illa hjá Grindavík í kvöld. Þeir héldu stöðunni í 0-0 í 20 mínútur en eftir það var allt á afturfótunum hjá gestunum. FH sundurspilaði þá og sóknin var lömuð eftir að Vladimir Tufegdzic fékk rautt spjald.Hvað gerist næst?FH er komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum en dregið verður í undanúrslitin í hádeginu á mánudaginn. Þeir mæta síðan Grindavík aftur næstkomandi mánudag þegar liðin mætast í Grindavík í Pepsi Max deildinni. Ólafur var sáttur með sigurinn og frammistöðu sinna manna.vísir/daníel þórÓlafur: Getum ekki búist við gjafaborði á mánudaginnÓlafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.” Óli gerði 4 breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.” Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.” Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,” sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.Túfa tók tapið á sig.vísir/daníel þórTúfa: Vorum ekki sjálfum okkur líkirSrdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Eftir tapið er þeirra þáttöku í bikarnum lokið í ár. Hann sagðist vera ábyrgur fyrir tapinu og tók það á sig. „Er það ekki alltaf þjálfarinn þegar maður tapar svona stórt? Mér fannst við einhvern veginn aldrei vera almennilega tilbúnir í þennan leik bæði í upphitun og í byrjun leiks erum við ekkert líkir sjálfum okkur.” „Við erum langt frá mönnum, vinnum engin návígi, töpum seinni bolta og þegar þú mætir svona gegn FH þá endar það illa.” Túfa viðurkenndi það að þetta var orðin helvíti brött brekka eftir að þeir misstu mann af velli eftir aðeins hálftíma leik. „Rosalega erfitt. Fáum þrefalda refsingu, leikmann útaf og mark á sig. Það var mjög erfitt að fara inn í hálfleikinn í þessari stöðu en mínir menn sýndu karakter í seinni hálfleik og við gáfumst aldrei upp og reyndum að sýna okkar leik.” Grindavík mætir FH aftur næstkomandi mánudag. Túfa sagði að það verður allt annar leikur. „Ég vona að þetta verði öðruvísi. Við þurfum að setjast niður á morgun og fara yfir þennan leik og sjá af hverju við vorum ekki líkir sjálfum okkur og hvað klikkaði.” Túfa sagði að lokum að þeir verða að finna liðsstyrk í júlí til að breikka hópinn ef þeir ætla ná að halda sér uppi í Pepsi Max deildinni. „Við verðum að finna leikmenn í júlí og bæta hópinn. Við erum búnir að missa marga frá því í fyrra og erum að missa leikmenn núna. Við þurfum að stækka hópinn og stuða hann fyrir þá baráttu sem er framundan,” sagði Túfa að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti