Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - HK 2-1 | Víkingar vígðu nýjan völl með sigri Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. júní 2019 22:30 Atli Hrafn skorar fyrra mark Víkings. vísir/daníel þór Víkingur vígði nýjan heimavöll í blíðskaparveðri í kvöld með leik gegn HK í 8. umferð Pepsi deildar karla. Mikil athöfn var fyrir leik er a.m.k. 100 ungir knattspyrnu iðkendur Víkings gengu inn á völlinn áður en prestur blessaði völlinn og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mætti með skæri og klippti borða og þá gat leikurinn hafist. Sólin skein og bæði lið hafa átt erfitt með að halda hreinu í sumar og því mátti gera ráð fyrir nokkrum mörkum. Og það var ekki löng bið eftir því fyrsta. Atli Hrafn Andrason slapp þá innfyrir vörn HK og afgreiddi boltann snyrtilega í fjærhornið og kom Víkingum yfir, 1-0. HK svaraði fyrir sig korteri síðar er Kári Pétursson fór illa með Loga Tómasson í vörninni og áður en hann átti skot í slána. Boltinn barst þá út á Ásgeir Marteinsson sem afgreiddi boltann í markið. Gleði HK-manna var ekki langlíf en á 37. mínútu átti markaskorarinn Atli Hrafn Andrason fína takta rétt við vítateig gestina áður en hann rúllaði boltanum á Erling Agnarsson sem snéri við í teigboganum og smellti boltanum í samskeytin með glæsilegu marki. Staðan 2-1, Víkingum í vil í hálfleik. Seinni hálfleikur kom svo og fór nánast án þess að eitthvað markvert gerðist. Víkingar voru sáttir með stöðuna og HK-ingar voru full bitlausir. Þ.e.a.s. fram að lokamínútum leiksins en þá hófu HK-ingar að skapa sér fínar stöður og nokkur góð hálf færi áður en Ásgeir Marteinsson kórónaði þá pressu með föstu skoti í slána. En inn fór boltinn ekki og lokatölur 2-1 og fyrsti sigur Víkinga í sumar staðreynd og það á splunkunýju gervigrasi félagsins. Afhverju vann Víkingur? Víkingar voru virkilega flottir í fyrri hálfleik. Þeir áttu fína spretti sóknarlega og hefðu hæglega getað verið með stærri forystu en 2-1 eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. Seinni hálfleikur var ekki jafn léttleikandi og að lokum var fyrst og fremst hugsað um að halda markinu hreinu. Mjög skiljanleg ákvörðun enda hafa Víkingar fengið nokkur mörk í andlitið á lokamínútunum í sumar og skref í rétta átt að koma í veg fyrir það hér í kvöld. Svo var stemmningin bara virkilega góð og þetta var flott frumsýningin á glænýja teppinu hjá Víkingum. Óska þeim til hamingju með það!Hverjir stóðu upp úr?Í fyrri hálfleik var það Atli Hrafn Andrason sem stóð upp úr hjá Víkingum en hann skoraði og lagði upp glæsimark Erlings. Þar á eftir klúðraði hann svo einu af dauðafærum sumarsins en Víkingar héldu forystunni svo það kom ekki að sök. Sölvi Geir og Halldór Smári voru flottir í hjarta varnarinnar hjá Víkingum í seinni hálfleik. Eini leikmaður HK sem átti góða frammistöðu var að mínu mati Ásgeir Marteinsson sem skoraði eina mark liðsins og var hjartað í nær öllum sóknum liðsins auk þess sem að hann átti þrumuskot í slána. Ef HK hefði náð að jafna er ég viss um að hann hefði átt stóran þátt í því.Hvað gekk illa?Varnarleikur HK var í veseni í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn í þeim seinni en hann var alltof bitlaus. Ég veit að þeir geta bent á sláarskotið og nokkur fín hálffæri í seinni hálfleik þar sem boltinn hefði hugsanlega getað farið inn á öðrum degi. En það gerðist nær allt á lokamínútum leiksins og var að mínu mati of seint í rassinn gripið. Seinni hálfleikurinn var drepleiðinlegur framan af. Það hentaði Víkingum ágætlega og því hefði maður viljað sjá HK setja meiri ákafa í sóknina. Þeir hefðu mjög líklega jafnað ef þeir hefðu pressað síðustu tuttugu mínúturnar líkt og þeir gerðu síðustu fimm. Hvað gerist næst?Víkingur heimsækir KA eftir níu daga og HK fer upp á Skagann eftir átta daga.Arnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/daníel þórArnar: Okkur lélegasti leikur í sumarArnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki jafn sáttur með frammistöðu liðsins og hann var með stigin þrjú eftir 2-1 sigur liðsins á HK í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn en ég er stundum hættur að botna í þessum leik því þetta var sá lélegasti hjá okkur í sumar,“ sagði Arnar og var með nokkrar mögulegar skýringar á því. „Við virkuðum þungir. Kannski vorum við yfirspenntir? Nýr völlur, margir áhorfendur og mikið umtal og það getur vel verið að það hafi haft áhrif,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við vorum bara sprungnir á því eftir klukkutíma. Menn kannski líka smá stressaðir því við vorum ekki enn búnir að vinna leik. En þetta er furðulegur leikur því miðað við átta fyrstu leikina okkar þá fannst mér þessi vera sá slakasti og hann vinnum við.“ Víkingar eru nú komnir upp úr fallsæti og eru með 7 stig eftir 8 umferðir. Brynjar Björn: Óþarfi að tapaBrynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna eftir tap liðsins í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa en við áttum kannski ekki mikið meira skilið en það,“ sagði Brynar og var mun ánægðari með seinni hálfleikinn en þann fyrri. „Við áttum ágætis færi í seinni hálfleik sem við nýttum ekki en vorum mjög slakir í fyrri og vorum heppnir að vera ekki meira en 2-1 undir.“ En hvernig metur Brynjar möguleika nýliðana í HK eftir fyrstu átta umferðir liðsins? „Spenntur fyrir framhaldinu. Við breytum ekki því sem búið er. Við höfum spilað betur en við gerðum í kvöld og getum betur en þetta.“Sölvi Geir vinnur skallaeinvígi.vísir/daníel þórSölvi Geir: Þetta var æðislegur dagur„Loksins kom sigurinn. Erum búnir að vera ógeðslega nálægt því nokkrum sinnum í sumar og áttum þetta fyllilega skilið í lokin,“ sagði kátur Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, eftir fyrsta sigur liðsins í sumar. Leikurinn endaði 2-1 Víkingum í vil en HK-ingar settu drjúga pressu á lokamínútunum og áttu skot sem fór í slána í uppbótartíma en inn fór boltinn ekki. „Stundum er þetta sláin inn og stundum sláin út. Finnst þetta hafi verið rétt úrslit þegar hann flautaði til leiksloka. Unnum vel fyrir þessu í kvöld,“ sagði Sölvi sem segir að sigurleysið hafi vissulega haft einhver áhrif á leikmenn Víkinga en þetta var 8. leikur liðsins í deildinni í sumar. „Það er ekki frábært að mæta á æfingu daginn eftir að missa sigur á síðustu sekúndunum. En við höfum ætlað okkur þetta í sumar og höfum átt helling inn í t.d. fjóru jafnteflunum sem við gerðum fyrir,“ sagði Sölvi sem getur örugglega notið sólarinnar í Reykjavík betur núna þegar fyrsti sigurinn er loksins kominn. „Þetta var æðislegur dagur. Loksins völlurinn tilbúinn, geggjuð stemmning og þrjú stig. Svona á þetta að vera og vonandi verður bara ennþá meiri stemmning í næsta leik.“Leifur Andri: Vorum hreinlega ömurlegir„Við áttum að vera svona 4-1 undir í fyrri hálfleik. Við vorum hreinlega ömurlegir,“ sagði pirraður Leifur Andri, fyrirliði HK, eftir tapið í kvöld. „Við þurfum að fara að eiga góða leiki. Getum ekki bara átt góðan hálfleik eða verið góðir í 70 mínútur eða hér og þar. Þurfum að líta í eigin barm og gera meira. Við eigum nóg inni,“ sagði Leifur aðspurður um framhaldið í deildinni en HK er núna í 10. sæti en bæði ÍBV og Valur sem eru fyrir neðan eiga leik til góða. Leifur hefur þó enn sem komið er engar áhyggjur. „Ég hef ekki áhyggjur. Mótið er ekki einu sinni hálfnað. Höfum átt fína leiki. Þurfum bara að finna taktinn og tengja saman sigra.“ Pepsi Max-deild karla
Víkingur vígði nýjan heimavöll í blíðskaparveðri í kvöld með leik gegn HK í 8. umferð Pepsi deildar karla. Mikil athöfn var fyrir leik er a.m.k. 100 ungir knattspyrnu iðkendur Víkings gengu inn á völlinn áður en prestur blessaði völlinn og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mætti með skæri og klippti borða og þá gat leikurinn hafist. Sólin skein og bæði lið hafa átt erfitt með að halda hreinu í sumar og því mátti gera ráð fyrir nokkrum mörkum. Og það var ekki löng bið eftir því fyrsta. Atli Hrafn Andrason slapp þá innfyrir vörn HK og afgreiddi boltann snyrtilega í fjærhornið og kom Víkingum yfir, 1-0. HK svaraði fyrir sig korteri síðar er Kári Pétursson fór illa með Loga Tómasson í vörninni og áður en hann átti skot í slána. Boltinn barst þá út á Ásgeir Marteinsson sem afgreiddi boltann í markið. Gleði HK-manna var ekki langlíf en á 37. mínútu átti markaskorarinn Atli Hrafn Andrason fína takta rétt við vítateig gestina áður en hann rúllaði boltanum á Erling Agnarsson sem snéri við í teigboganum og smellti boltanum í samskeytin með glæsilegu marki. Staðan 2-1, Víkingum í vil í hálfleik. Seinni hálfleikur kom svo og fór nánast án þess að eitthvað markvert gerðist. Víkingar voru sáttir með stöðuna og HK-ingar voru full bitlausir. Þ.e.a.s. fram að lokamínútum leiksins en þá hófu HK-ingar að skapa sér fínar stöður og nokkur góð hálf færi áður en Ásgeir Marteinsson kórónaði þá pressu með föstu skoti í slána. En inn fór boltinn ekki og lokatölur 2-1 og fyrsti sigur Víkinga í sumar staðreynd og það á splunkunýju gervigrasi félagsins. Afhverju vann Víkingur? Víkingar voru virkilega flottir í fyrri hálfleik. Þeir áttu fína spretti sóknarlega og hefðu hæglega getað verið með stærri forystu en 2-1 eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. Seinni hálfleikur var ekki jafn léttleikandi og að lokum var fyrst og fremst hugsað um að halda markinu hreinu. Mjög skiljanleg ákvörðun enda hafa Víkingar fengið nokkur mörk í andlitið á lokamínútunum í sumar og skref í rétta átt að koma í veg fyrir það hér í kvöld. Svo var stemmningin bara virkilega góð og þetta var flott frumsýningin á glænýja teppinu hjá Víkingum. Óska þeim til hamingju með það!Hverjir stóðu upp úr?Í fyrri hálfleik var það Atli Hrafn Andrason sem stóð upp úr hjá Víkingum en hann skoraði og lagði upp glæsimark Erlings. Þar á eftir klúðraði hann svo einu af dauðafærum sumarsins en Víkingar héldu forystunni svo það kom ekki að sök. Sölvi Geir og Halldór Smári voru flottir í hjarta varnarinnar hjá Víkingum í seinni hálfleik. Eini leikmaður HK sem átti góða frammistöðu var að mínu mati Ásgeir Marteinsson sem skoraði eina mark liðsins og var hjartað í nær öllum sóknum liðsins auk þess sem að hann átti þrumuskot í slána. Ef HK hefði náð að jafna er ég viss um að hann hefði átt stóran þátt í því.Hvað gekk illa?Varnarleikur HK var í veseni í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn í þeim seinni en hann var alltof bitlaus. Ég veit að þeir geta bent á sláarskotið og nokkur fín hálffæri í seinni hálfleik þar sem boltinn hefði hugsanlega getað farið inn á öðrum degi. En það gerðist nær allt á lokamínútum leiksins og var að mínu mati of seint í rassinn gripið. Seinni hálfleikurinn var drepleiðinlegur framan af. Það hentaði Víkingum ágætlega og því hefði maður viljað sjá HK setja meiri ákafa í sóknina. Þeir hefðu mjög líklega jafnað ef þeir hefðu pressað síðustu tuttugu mínúturnar líkt og þeir gerðu síðustu fimm. Hvað gerist næst?Víkingur heimsækir KA eftir níu daga og HK fer upp á Skagann eftir átta daga.Arnar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/daníel þórArnar: Okkur lélegasti leikur í sumarArnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki jafn sáttur með frammistöðu liðsins og hann var með stigin þrjú eftir 2-1 sigur liðsins á HK í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn en ég er stundum hættur að botna í þessum leik því þetta var sá lélegasti hjá okkur í sumar,“ sagði Arnar og var með nokkrar mögulegar skýringar á því. „Við virkuðum þungir. Kannski vorum við yfirspenntir? Nýr völlur, margir áhorfendur og mikið umtal og það getur vel verið að það hafi haft áhrif,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við vorum bara sprungnir á því eftir klukkutíma. Menn kannski líka smá stressaðir því við vorum ekki enn búnir að vinna leik. En þetta er furðulegur leikur því miðað við átta fyrstu leikina okkar þá fannst mér þessi vera sá slakasti og hann vinnum við.“ Víkingar eru nú komnir upp úr fallsæti og eru með 7 stig eftir 8 umferðir. Brynjar Björn: Óþarfi að tapaBrynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna eftir tap liðsins í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa en við áttum kannski ekki mikið meira skilið en það,“ sagði Brynar og var mun ánægðari með seinni hálfleikinn en þann fyrri. „Við áttum ágætis færi í seinni hálfleik sem við nýttum ekki en vorum mjög slakir í fyrri og vorum heppnir að vera ekki meira en 2-1 undir.“ En hvernig metur Brynjar möguleika nýliðana í HK eftir fyrstu átta umferðir liðsins? „Spenntur fyrir framhaldinu. Við breytum ekki því sem búið er. Við höfum spilað betur en við gerðum í kvöld og getum betur en þetta.“Sölvi Geir vinnur skallaeinvígi.vísir/daníel þórSölvi Geir: Þetta var æðislegur dagur„Loksins kom sigurinn. Erum búnir að vera ógeðslega nálægt því nokkrum sinnum í sumar og áttum þetta fyllilega skilið í lokin,“ sagði kátur Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, eftir fyrsta sigur liðsins í sumar. Leikurinn endaði 2-1 Víkingum í vil en HK-ingar settu drjúga pressu á lokamínútunum og áttu skot sem fór í slána í uppbótartíma en inn fór boltinn ekki. „Stundum er þetta sláin inn og stundum sláin út. Finnst þetta hafi verið rétt úrslit þegar hann flautaði til leiksloka. Unnum vel fyrir þessu í kvöld,“ sagði Sölvi sem segir að sigurleysið hafi vissulega haft einhver áhrif á leikmenn Víkinga en þetta var 8. leikur liðsins í deildinni í sumar. „Það er ekki frábært að mæta á æfingu daginn eftir að missa sigur á síðustu sekúndunum. En við höfum ætlað okkur þetta í sumar og höfum átt helling inn í t.d. fjóru jafnteflunum sem við gerðum fyrir,“ sagði Sölvi sem getur örugglega notið sólarinnar í Reykjavík betur núna þegar fyrsti sigurinn er loksins kominn. „Þetta var æðislegur dagur. Loksins völlurinn tilbúinn, geggjuð stemmning og þrjú stig. Svona á þetta að vera og vonandi verður bara ennþá meiri stemmning í næsta leik.“Leifur Andri: Vorum hreinlega ömurlegir„Við áttum að vera svona 4-1 undir í fyrri hálfleik. Við vorum hreinlega ömurlegir,“ sagði pirraður Leifur Andri, fyrirliði HK, eftir tapið í kvöld. „Við þurfum að fara að eiga góða leiki. Getum ekki bara átt góðan hálfleik eða verið góðir í 70 mínútur eða hér og þar. Þurfum að líta í eigin barm og gera meira. Við eigum nóg inni,“ sagði Leifur aðspurður um framhaldið í deildinni en HK er núna í 10. sæti en bæði ÍBV og Valur sem eru fyrir neðan eiga leik til góða. Leifur hefur þó enn sem komið er engar áhyggjur. „Ég hef ekki áhyggjur. Mótið er ekki einu sinni hálfnað. Höfum átt fína leiki. Þurfum bara að finna taktinn og tengja saman sigra.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti