Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 22:30 Það er pressa á KR að fá þrjú stig í kvöld. vísir/bára KR slapp með skrekkinn gegn nýliðum HK í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. HK skoraði tvö mörk undir lok leiksins og hefði getað stolið stigi en KR vann leikinn 3-2. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega, það komu meiðsli strax á fyrstu mínútu þegar Ásgeir Marteinsson fór í seina tæklingu á Kennie Chopart. Daninn gat þó haldið áfram leik eftir aðhlynningu. Hvorugt lið hafði skapað sér nein sérstaklega afgerandi færi en Ólafur Örn Eyjólfsson átti þó skot sem lenti í þverslánni eftir viðkomu í varnarmanni KR. Á 21. mínútu leiksins sýndi Óskar Örn Hauksson svo snilli sína. Hann átti frábæra sendingu beint á Kristinn Jónsson við endalínu. Kristinn skallaði boltann fyrir markið þar sem Pálmi Rafn Pálmason kom heimamönnum yfir. KR-ingar stjórnuðu leiknum nokkuð þægilega eftir markið, en gestirnir úr Kópavogi áttu þó einstaka kafla þar sem þeir náðu ágætu spili og náðu að láta Beiti Ólafsson aðeins hafa fyrir hlutunum í marki KR. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Tobias Thomsen forystu KR. Hann átti skot fyrir utan teig, hann var búinn að munda skotfótinn í smá stund áður en skotið kom, og skotið sjálft var frekar laust en samt lak það framhjá Arnari Frey Ólafssyni og inn í markið. Arnar væntanlega svekktastur allra með að hafa ekki varið þetta skot. En KR fór því með 2-0 forskot inn í hálfleikinn. Heimamenn voru sterkari í upphafi seinni hálfleiks og kom Björgvin Stefánsson þeim í 3-0 á 55. mínútu með virkilega góðu marki upp úr skyndisókn. Þeir svarthvítu voru með mikla yfirburði og stjórnuðu leiknum. Eftir um klukkutíma leik gerði Brynjar Jónasson vel í að sækja vítaspyrnu á Finn Tómas Pálmason, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir KR. KR-ingum fannst vítið frekar strangur dómur og segja líklega að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar Beitir Ólafsson varði spyrnuna frá Brynjari. KR-ingar héldu áfram að stjórna leiknum allt þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá var eins og kæruleysi kæmi yfir þá, enda ekkert sem benti til endurkomu HK. Birkir Valur Jónsson náði hins vegar að koma boltanum í netið fyrir HK á 86. mínútu og tveimur mínútum seinna skoraði varamaðurinn Kári Pétursson gullmark með frábæru skoti í markhornið, algjörlega óverjandi fyrir Beiti. Nær komst HK hins vegar ekki og endaði leikurinn 3-2.Af hverju vann KR? Heimamenn stjórnuðu leiknum í 70-80 mínútur og áttu sigurinn líklega skilið. Þeir voru ógnandi, stjórnuðu spilinu og voru miklu sterkari aðilinn. Þeir hefðu getað skorað fleiri mörk en náðu ekki að nýta nokkur góð færi. Kæruleysið í lokin hefði getað kostað KR mjög dýrt en þeir geta þakkað Beiti Ólafssyni fyrir að hafa náð í stigin þrjú því hann átti nokkrar frábærar vörslur undir lokin.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson átti enn einn stórleikinn í liði KR. Hann býr alltaf til nokkur góð færi í hverjum leik, meðal annars var sending hans í fyrsta marki KR frábær. Björgvin Stefánsson átti einnig mjög góðan leik fyrir KR. Hann var mjög duglegur, vann boltann sífellt á miðjunni og þá var sprettur hans í markinu sem hann skoraði frábær. Eins og kom fram hér fyrir ofan þá átti Beitir Ólafsson einnig mjög góðan leik. Í liði HK átti varamaðurinn Kári Pétursson átti góða innkomu og markið sem hann skoraði stórbrotið.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk HK illa að komast almennilega í boltann. Gestirnir áttu fína spretti inn á milli en heilt yfir stjórnaði KR leiknum.Hvað gerist næst? KR fer í Laugardalinn á laugardaginn og sækir Víking heim á þeirra bráðbirgðaheimavöll. HK fær Grindvíkinga í heimsókn í Kórinn.Rúnar Kristinssonvísir/báraRúnar: Vorum heppnir að þetta endaði ekki verr „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar Kristinsson. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson.Brynjar Björn var svekktur með úrslitin.vísir/báraBrynjar: Áttum leikinn síðasta hálftímann „Mér finnst við spila þetta svolítið upp í fangið á þeim í 60-70 mínútur, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í leikslok. „Gerðum ekki það sem við ætluðum að gera, fá boltann út í kantana og setja fyrirgjafir. Festumst svolítið einu megin og náðum ekki að senda yfir þegar við höfðum möguleika á því.“ „Þeir skora þrjú mörk og það voru bestu færin þeirra. Síðasta hálftímann áttum við bara leikinn og kannski ágætis mynd af leiknum að Beitir var líklega maður leiksins.“ Það kom nokkuð á óvart að HK kæmist inn í leikinn, var eitthvað sem Brynjar gerði sérstaklega til að breyta því? „Við settum bara aðeins meira tempó í okkar leik. Spiluðum einfaldaði fótbolta, gerðum okkur ekki erfitt fyrir og fengum boltann inn, við erum með sterka menn þar.“ „Kári skoraði frábært mark, Brynjar fékk mjög gott færi á síðustu mínútunni svo ég er bara frekar svekktur að hafa fengið á mig þrjú mörk en bara skoraði tvö.“ Hvað er það helsta sem Brynjar tekur úr þessum leik inn í þann næsta? „Baráttan og hugarfarið í lokin. Skorum góð mörk og við hefðum getað varist þriðja markinu betur.“Pálmi Rafn Pálmason var frábær í fyrra og hefur farið vel af staðvísir/báraPálmi: Óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn „Þetta var mjög gott. Nauðsynlegt fyrir okkur og við vissum það þegar við fórum inn í leikinn að við þurftum að ná í þrjú stig ef við ætluðum að gera eitthvað í sumar,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, einn af markaskorurum KR í dag. „Við töluðum um það í hálfleik að við vitum það að HK hættir aldrei. En það er erfitt að stoppa þá þegar þeir gefa allt í þetta. 3-1 markið setur smá stress í okkur og svo kemur eitt draumamark sem hleypir þessu upp í spennu í lokinn.“ Pálmi vildi lítið segja um vítaspyrnudóminn. „Það má ekkert segja. Ég er sakaður um að kasta mér niður í hverjum leik þannig að ég nenni ekki að ræða það. Mér fannst þetta ekki vera víti en það er örugglega kjaftæði í mér.“ Hvað stóð upp úr í leik KR-inga að mati Pálma? „Spilamennskan svona heilt yfir. Mér fannst við koma út í baráttuhug í fyrri hálfleik og svo erum við á stórum köflum að spila mjög vel, látum boltann ganga og þeir eru eltandi. En svo hleypum við þeim inn í leikinn og það var óþarfi,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason. Leifur: Held þetta hafi verið frekar soft „Við hefðum getað potað inn jöfnunarmarkinu þarna en við vorum bara ekki nógu öflugir fyrstu mínúturnar í leiknum,“ sagði fyrirliði HK, Leifur Andri Leifsson. „Þeir refsuðu okkur en við gerðum þetta spennandi í lokin. Það er kannski það jákvæða sem við getum tekið með, en við fáum engin stig svo við erum svekktir.“ „Við vorum frekar ragir en við fengum fullt af færum. Við skutum í slána en í næstu sókn skora þeir. Við fengum fullt af færum en hefðum þurft að vera meira klinikal fyrir framan markið, þá hefði þessi leikur endað öðruvísi.“ Leifur viðurkenndi að honum fannst vítaspyrnudómurinn nokkuð harður. „Ég sá þetta ekki nógu vel en ég held þetta hafi verið frekar soft. Hann dæmdi víti, en við skoruðum ekki svo það taldi ekki.“ Pepsi Max-deild karla
KR slapp með skrekkinn gegn nýliðum HK í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. HK skoraði tvö mörk undir lok leiksins og hefði getað stolið stigi en KR vann leikinn 3-2. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega, það komu meiðsli strax á fyrstu mínútu þegar Ásgeir Marteinsson fór í seina tæklingu á Kennie Chopart. Daninn gat þó haldið áfram leik eftir aðhlynningu. Hvorugt lið hafði skapað sér nein sérstaklega afgerandi færi en Ólafur Örn Eyjólfsson átti þó skot sem lenti í þverslánni eftir viðkomu í varnarmanni KR. Á 21. mínútu leiksins sýndi Óskar Örn Hauksson svo snilli sína. Hann átti frábæra sendingu beint á Kristinn Jónsson við endalínu. Kristinn skallaði boltann fyrir markið þar sem Pálmi Rafn Pálmason kom heimamönnum yfir. KR-ingar stjórnuðu leiknum nokkuð þægilega eftir markið, en gestirnir úr Kópavogi áttu þó einstaka kafla þar sem þeir náðu ágætu spili og náðu að láta Beiti Ólafsson aðeins hafa fyrir hlutunum í marki KR. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Tobias Thomsen forystu KR. Hann átti skot fyrir utan teig, hann var búinn að munda skotfótinn í smá stund áður en skotið kom, og skotið sjálft var frekar laust en samt lak það framhjá Arnari Frey Ólafssyni og inn í markið. Arnar væntanlega svekktastur allra með að hafa ekki varið þetta skot. En KR fór því með 2-0 forskot inn í hálfleikinn. Heimamenn voru sterkari í upphafi seinni hálfleiks og kom Björgvin Stefánsson þeim í 3-0 á 55. mínútu með virkilega góðu marki upp úr skyndisókn. Þeir svarthvítu voru með mikla yfirburði og stjórnuðu leiknum. Eftir um klukkutíma leik gerði Brynjar Jónasson vel í að sækja vítaspyrnu á Finn Tómas Pálmason, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir KR. KR-ingum fannst vítið frekar strangur dómur og segja líklega að réttlætinu hafi verið fullnægt þegar Beitir Ólafsson varði spyrnuna frá Brynjari. KR-ingar héldu áfram að stjórna leiknum allt þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá var eins og kæruleysi kæmi yfir þá, enda ekkert sem benti til endurkomu HK. Birkir Valur Jónsson náði hins vegar að koma boltanum í netið fyrir HK á 86. mínútu og tveimur mínútum seinna skoraði varamaðurinn Kári Pétursson gullmark með frábæru skoti í markhornið, algjörlega óverjandi fyrir Beiti. Nær komst HK hins vegar ekki og endaði leikurinn 3-2.Af hverju vann KR? Heimamenn stjórnuðu leiknum í 70-80 mínútur og áttu sigurinn líklega skilið. Þeir voru ógnandi, stjórnuðu spilinu og voru miklu sterkari aðilinn. Þeir hefðu getað skorað fleiri mörk en náðu ekki að nýta nokkur góð færi. Kæruleysið í lokin hefði getað kostað KR mjög dýrt en þeir geta þakkað Beiti Ólafssyni fyrir að hafa náð í stigin þrjú því hann átti nokkrar frábærar vörslur undir lokin.Hverjir stóðu upp úr? Óskar Örn Hauksson átti enn einn stórleikinn í liði KR. Hann býr alltaf til nokkur góð færi í hverjum leik, meðal annars var sending hans í fyrsta marki KR frábær. Björgvin Stefánsson átti einnig mjög góðan leik fyrir KR. Hann var mjög duglegur, vann boltann sífellt á miðjunni og þá var sprettur hans í markinu sem hann skoraði frábær. Eins og kom fram hér fyrir ofan þá átti Beitir Ólafsson einnig mjög góðan leik. Í liði HK átti varamaðurinn Kári Pétursson átti góða innkomu og markið sem hann skoraði stórbrotið.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk HK illa að komast almennilega í boltann. Gestirnir áttu fína spretti inn á milli en heilt yfir stjórnaði KR leiknum.Hvað gerist næst? KR fer í Laugardalinn á laugardaginn og sækir Víking heim á þeirra bráðbirgðaheimavöll. HK fær Grindvíkinga í heimsókn í Kórinn.Rúnar Kristinssonvísir/báraRúnar: Vorum heppnir að þetta endaði ekki verr „Við vorum mjög ánægðir með að vinna leikinn í dag eftir erfiðan dag í Grindavík í síðustu viku,“ sagði Rúnar Kristinsson. „Þrjú stig eru kærkomin en við gerðum þetta full spennandi í restina og ég er mjög ósáttur með síðustu tíu mínúturnar.“ KR virtist vera að sigla mjög þægilegum sigri heim og lítið sem ekkert sem benti til þess að HK næði endurkomu. Gestirnir voru hins vegar mjög öflugir undir lok leiksins og hefðu hæglega getað stolið stigi. „Við vorum með þetta algerlega í okkar höndum en við hættum að láta boltann ganga síðustu tíu mínúturnar. Nýttum ekki skyndisóknirnar sem við fengum, fannst við kærulausir í sendingavali og spilum boltanum frá okkur trekk í trekk þegar við erum í kjörstöðu.“ „Ég er bara hundfúll út í hvernig við enduðum þetta. Er mjög pirraður út í drengina að falla í þessa gryfju sem kæruleysi getur verið og heppnir að þetta endaði ekki verr.“ „Við þurfum að klára leikinn 90 plús mínútur, þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á. En það er stundum í lagi að fá kjaftshögg svo lengi sem þú nærð að klára leikinn með þremur stigum.“ KR fékk dæmt á sig víti eftir rúmlega klukkutíma leik, þegar staðan var 3-0 fyrir KR. Finnur Tómas Pálmason var dæmdur brotlegur á Brynjar Jónasson. KR-ingar voru nokkuð ósáttir við vítið og mótmælti Finnur mikið. Fannst Rúnari þetta vera víti? „Ekki frá mér séð. En ég sagði í síðustu viku í Grindavík að ég sá það ekki heldur þar. Ég vona bara að dómararnir séu að taka réttar ákvarðanir. Maður er aldrei sáttur þegar það er dæmt á mann víti en sjálfsagt hefði ég beðið um víti ef þetta hefði gerst hinu megin.“ „Mér fannst hann taka boltann en það er svolítið löng leið fyrir mig að sjá þetta og ég er orðinn gamall maður,“ sagði Rúnar Kristinsson.Brynjar Björn var svekktur með úrslitin.vísir/báraBrynjar: Áttum leikinn síðasta hálftímann „Mér finnst við spila þetta svolítið upp í fangið á þeim í 60-70 mínútur, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í leikslok. „Gerðum ekki það sem við ætluðum að gera, fá boltann út í kantana og setja fyrirgjafir. Festumst svolítið einu megin og náðum ekki að senda yfir þegar við höfðum möguleika á því.“ „Þeir skora þrjú mörk og það voru bestu færin þeirra. Síðasta hálftímann áttum við bara leikinn og kannski ágætis mynd af leiknum að Beitir var líklega maður leiksins.“ Það kom nokkuð á óvart að HK kæmist inn í leikinn, var eitthvað sem Brynjar gerði sérstaklega til að breyta því? „Við settum bara aðeins meira tempó í okkar leik. Spiluðum einfaldaði fótbolta, gerðum okkur ekki erfitt fyrir og fengum boltann inn, við erum með sterka menn þar.“ „Kári skoraði frábært mark, Brynjar fékk mjög gott færi á síðustu mínútunni svo ég er bara frekar svekktur að hafa fengið á mig þrjú mörk en bara skoraði tvö.“ Hvað er það helsta sem Brynjar tekur úr þessum leik inn í þann næsta? „Baráttan og hugarfarið í lokin. Skorum góð mörk og við hefðum getað varist þriðja markinu betur.“Pálmi Rafn Pálmason var frábær í fyrra og hefur farið vel af staðvísir/báraPálmi: Óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn „Þetta var mjög gott. Nauðsynlegt fyrir okkur og við vissum það þegar við fórum inn í leikinn að við þurftum að ná í þrjú stig ef við ætluðum að gera eitthvað í sumar,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, einn af markaskorurum KR í dag. „Við töluðum um það í hálfleik að við vitum það að HK hættir aldrei. En það er erfitt að stoppa þá þegar þeir gefa allt í þetta. 3-1 markið setur smá stress í okkur og svo kemur eitt draumamark sem hleypir þessu upp í spennu í lokinn.“ Pálmi vildi lítið segja um vítaspyrnudóminn. „Það má ekkert segja. Ég er sakaður um að kasta mér niður í hverjum leik þannig að ég nenni ekki að ræða það. Mér fannst þetta ekki vera víti en það er örugglega kjaftæði í mér.“ Hvað stóð upp úr í leik KR-inga að mati Pálma? „Spilamennskan svona heilt yfir. Mér fannst við koma út í baráttuhug í fyrri hálfleik og svo erum við á stórum köflum að spila mjög vel, látum boltann ganga og þeir eru eltandi. En svo hleypum við þeim inn í leikinn og það var óþarfi,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason. Leifur: Held þetta hafi verið frekar soft „Við hefðum getað potað inn jöfnunarmarkinu þarna en við vorum bara ekki nógu öflugir fyrstu mínúturnar í leiknum,“ sagði fyrirliði HK, Leifur Andri Leifsson. „Þeir refsuðu okkur en við gerðum þetta spennandi í lokin. Það er kannski það jákvæða sem við getum tekið með, en við fáum engin stig svo við erum svekktir.“ „Við vorum frekar ragir en við fengum fullt af færum. Við skutum í slána en í næstu sókn skora þeir. Við fengum fullt af færum en hefðum þurft að vera meira klinikal fyrir framan markið, þá hefði þessi leikur endað öðruvísi.“ Leifur viðurkenndi að honum fannst vítaspyrnudómurinn nokkuð harður. „Ég sá þetta ekki nógu vel en ég held þetta hafi verið frekar soft. Hann dæmdi víti, en við skoruðum ekki svo það taldi ekki.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti